Dagskrá fyrir árið 2023 hefur verið lítillega uppfærð. Magnus Anslokken sem ætlaði að dæma júní prófin fyrir okkur kemst ekki og í hans stað kemur Bjarne Holm einnig frá Noregi. Þétt og öflug dagskrá, verður gaman að hittast og skemmta okkur með hundum og fólki. Veiðinefnd.
Opnað hefur verið fyrir Vinnupróf (WT) sem haldið verður laugardaginn 11.mars. Dómarar eru Þórhallur Atlason og Jens Magnús Jakobsson WT er próf þar sem unnið er með sækieiginleika hunda og unnið er á 5 mismunandi stöðvum þar sem verkefni eru skilgreind á hverri stöð og dæmt fyrir hverja stöð. Stjórnendur fá stig á hverri stöð […]
Eftir að ég kynntist Retrieverdeild og fór að taka þátt í prófum og öðru starfi eða í um 15 ár hef ég haft sérstakan áhuga á starfinu sem tengist veiðiprófum fyrir retriever hunda. Allt frá þjálfun, prófum, reglum og til tölfræði í kringum próf. Hef verið lánsamur að starfa með góðu fólki við ýmis störf […]
Í gær þann 31. janúar 2023 voru stigahæstu hundar deildarinnar heiðraðir á skrifstofu HRFÍ. Mætingin var einstaklega góð og einnig mættu margir af hundunum til að taka á móti viðurkenningunum sínum. Allir fengu farandbikar, gjöf frá Eukanuba, húfu frá Retrieverdeildinni og viðurkenningarskjal. Kærar þakkir fyrir komuna og sjáumst á sýningum og veiðiprófum ársins 2023. Þeir […]
Veiðiprófs dagskrá 2023 hefur verið samþykkt af stjórn Retrieverdeildar og stjórn HRFÍ. það má finna dagskrána á forsíðu undir „Dagskrá 2023“
Í kvöld heiðraði Retrieverdeildin stighæstu hunda á sýningum og stigahæsta hund á veiðiprófum 2022. Elías Elíasson og ISFTCH Kola voru stigahæst 2022 með 69 stig á 5 veiðiprófum. Þau voru með 1.einkunn á öllum þessum prófum og dómari valdi þau besta hund í 4 skipti af 5. Frábær árangur hjá þeim og stöðugleiki í vinnu. […]
Á síðasta ársfundi deildarinnar var ný nefnd stofnuð, nefnd um heilbrigði retriverhunda. Nefndarkonur eru Sesselja Guðrún Sigurðardóttir og Erla Heiðrún Benediktsdóttir. Nefndin mun með tímanum fjalla um sjúkdóma sem herja á retrievertegundir og hefur nú sett inn upplýsingar um þann fyrsta, EIC eða exercise induced collapse sem finnst aðalega í labradorum en eitthvað í öðrum […]
Kæru félagar, Aðsókn að Meistarakeppninni í ár og ´skráningar í matinn eru það lágar að veiðinefnd hefur ákveðið að fella fyrirhugaðan viðburð niður ásamt uppskeruhátíð sem átti að vera 8.október nk. Eftir er að afhenda eiganda stigahæsta hunds sín verðlaun og veiðinefnd mun leggja til viðburð vonandi í desember eða janúar þar sem við getum […]
Flott veiðiprófatímabil að baki, þá er lag að blása til uppskeruhátíðar. 8.október nk. verður Meistarakeppnin haldin og prófstaður verður í námunda við Sólheimakot. Allar nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi auglýsingu. Hrafnsvíkur labrador gefur verðlaun fyrir efstu 3 sætin í báðum flokkum. Styrktaraðilar og aðrir velunnarar gefa verðlaun í happdrætti. Verður gaman að hittast fyrir okkur […]
Eins og fyrri ár höfum við tekið saman stigaskor á prófum sumarsins. Elías Elíasson með Kolu eru stigahæsta parið með 69 stig eftir 5 próf og frábært sumar að baki hjá þeim. Í öðru sæti er Heiðar Sveinsson með OFLW-19 FTW-20 ISFTCH Heiðarbóls Dimmu með 42 stig eftir 3 próf. Í þriðja sæti er Kolkuós […]