Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf nr. 202306 – 7 sem haldin verða 24 og 25 júní í landi Berjaklappar í Eyjafirði, rétt innan við Akureyri.
Dómari verður Halldór Björnsson fyrri dag og Þórhallur Atlason seinni daginn. Þeir eru svo fulltrúar hjá hvor öðrum.
Prófstjórar verða Fanney Harðardóttir og Sigurður B Sigurðsson
Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba.
Eins og undanfarin ár verður veittur bikar fyrir stigahæsta hund samanlegt sem er gefinn af Ljósavíkurræktun, sjá má reglur um stigagjöf á síðu deildarinnar hér
Norðan prófin hafa verið einstaklega vel sótt í gegnum tíðina, alltaf gott veður, aðstæður góðar og gestrisið og gott fólk í kringum starfið.
Við vonumst eftir góðri skráningu, vinsamlega verið í sambandi við prófstjóra ef þið getið starfað á prófinu, eins þátttakendur sem geta unnið í öðrum flokkum.
Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com og www.bendir.is