Nýr farandbikar

Nýr og glæsilegur farandgripur verður veittur á næstu deildarsýningu fyrir bestan árangur á veiðiprófi og á sýningu. Gripurinn mun leysa af Hólabergsbikarinn sem var veittur í síðasta skiptið á síðustu deildarsýningu. Gripurinn er gefinn af Guðrúnu Björgu Ragnarsdóttur og hennar ræktun, Klettavíkur ræktuninni. Hér er um íslenskt handverk að ræða og er teiknaður af Kristrúnu Snorradóttur og Ugla handverk smíðaði. Við viljum nota tækifærið og þakka henni kærlega fyrir þennan fallega grip.