Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 202309 og 202310

Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf nr. 202309 og 202310 sem haldið verður 19. og 20. ágúst við Murneyrar og Þrándarholt á Þjórsárbökkum.

Dómari verður Morten Egberg og fulltrúar HRFÍ verða Kjartan I. Lorange 19. ágúst og Halldór Björnsson 20. Ágúst.  

Prófstjórar verða Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Svava Guðjónsdóttir

Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba.

Prófsvæðin við Þjórsárbakka eru skemmtileg og gefa áhorfendum oftast góða aðstöðu.

Að venju hlýtur besti hundur seinni daginn í ÚFL-b Retrieverbikarinn sem er gefinn af Kolkuós ræktun.

Við vonumst eftir góðri skráningu, vinsamlega verið í sambandi við prófstjóra ef þið getið starfað á prófinu, eins þátttakendur sem geta unnið í öðrum flokkum.

Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com og www.bendir.is