Veiðipróf og stigaskor eftir 8 af 12 prófum sumarsins

Samtals hafa 33 hundar tekið þátt í ár og skráningar eru 98 í heildina.

Á sama tíma í fyrra höfðu 36 hundar tekið þátt og skráningar voru 75.

Aðeins 3 ár hafa verið með meiri skráningu á fyrstu 8 prófin og hefur skráning verið nokkuð jöfn yfir tímabilið.

11 hundar hafa komið nýir inn sem er um 33% heldur lægra hlutfall en undanfarin ár, af þessum 11 eru 4 stjórnendur sem nýliðar.

Andinn á prófum hefur verið góður og árangur frekar jafn og góður.  Öflugir hundar og áhugasamir stjórnendur.

Einn Erlendur dómari komið sem var Bjarne Holm og dæmdi hann tvo daga við Villingavatn (Hringatjarnir)

Að loknum þessum 8 prófum telst mér til að eftirfarandi 5 hundar hafi unnið sér inn rétt til að sækja um “Árstitla fyrir veiðiprófaárangur fyrir sækjandi hunda. Sjá reglur hér https://www.retriever.is/wp-content/uploads/2019/01/Reglur-fyrir-%C3%A1rstitla-b-vei%C3%B0ipr%C3%B3f-retriever-hunda-sept-2018.pdf:

  • COOLWATER´S LJOSAVIKUR CONO, eigandi Ingólfur Guðmundsson er kominn með vinnuárangur til að sækja um BFLW 23.
  • Brekkubyggðar Yrja, eigandi Björn Hjálmarsson er komin með vinnuárangur til að sækja um BFLW-23.
  • Drakeshead Fisk Of Leacaz, eigandi Sigurmon Marvin Hreinsson er kominn með vinnuárangur til að sækja um BFLW-23
  • Heiðarbóls Max, eigandi Gylfi Kristjánsson er kominn með vinnuárangur til að sækja um OFLW-23.
  • Heiðarbóls Dimma, eigandi Heiðar Sveinsson var komin með vinnuárangur til að sækja um FTW-23.  

Þetta er frábært að sjá og óskum við þessum eigendum til hamingju með árangurinn.

Að auki er nú þegar búið að keppa um tvo sértæka bikara Deildarbikarinn fyrir besta hund á veiðiprófi og deildarsýningu, gefinn af Klettavíkurræktun,  Heiðarbóls Max og Gylfi Kristjánsson hlutu hann.

Ljósavíkurbikarinn er veittur stigahæsta hundi á norðanprófinu og þar voru þau hlutskörpust Ljónshjarta Lea og Víðir Lárusson.

Næstu veiðipróf verða 19. og 20. ágúst, dómari verður Morten Egberg frá Noregi.  Besti hundur í ÚFL seinni daginn hlýtur Retriever bikarinn gefinn af Kolkuós ræktun.

Hér eru með stig eins og þau standa í dag eftir 8 próf og 4 próf eftir.  Reglur fyrir stigagjöf má finna hér https://retriever.is/wp-content/uploads/2018/03/Reglur-fyrir-stiga%C3%BAtreikning-%C3%A1-vei%C3%B0ipr%C3%B3fum-fyrir-Retriever-hunda.pdf

Til hamingju öll með hundana ykkar, vonumst eftir sama áhuga það sem eftir lifir tímabilsins.

Eukanuba á Íslandi hefur gefið verðlaun til bestu hunda í flokkum og veglega aukavinninga að auki á nokkrum prófum.

við þökkum styrktaraðilum. www. eukanuba.com www.bendir.is

Það er ekki hægt að fara frá svona umfjöllun án þess að nefna alla þá sem koma að starfinu, þátttakendur, prófstjórar, dómarar, starfsfólk og aðrir. Án þessa starfs væru engin próf. Kærar þakkir fyrir ykkar örláta starf og þátttöku í þessu mikilvæga starfi.

Ef þið sjáið villu í samantekt á stigum vinsamlega látið mig vita.

Heiðar Sveinsson