Árið framundan

Á fyrsta fundi ræktunarstjórnar eftir ársfund var meðal annar tekið fyrir að skipta með sér verkum. Næsta starfsár verður verkaskipting eftirfarandi: Heiðar Sveinsson formaður Unnur Olga Ingvarsdóttir gjaldkeri Gunnar Örn Arnarson ritari Sunna Birna Helgadóttir og Óli Þór Árnason meðstjórnendur Það er spennandi ár framundan með þéttri dagskrá.  11 veiðipróf, 1 vinnupróf (WT), deildarsýning og […]

Ársfundur 19.febrúar 2020

Ársfundur deildarinnar var haldinnn í gærkvöldi í Síðumúla 15. Fundargerð er komin inná netið og eins er ársskýrsluna að finna á heimasíðu deildarinnar undir “fundargerðir” . Tvö sæti voru laus þar sem Sigrún Guðlaugardóttir og Unnur Olga Ingvarsdóttir voru búnar með sinn tíma. Unnur bauð sig fram til næstu tveggja ára og Óli Þór Árnason […]

Ársskýrsla 2019

Ársskýrsla stjórnar deildarinnar fyrir 2019 er kominn inná síðuna. það má finna hana undir fundargerðir undir “Ársfundur 2020” Hugmyndin er að prenta bara nokkrar út fyrir fundargesti á miðvikudaginn þar sem raunin hefur verið undanfarin ár að þeim hefur oftast verið hent. Spörum pappírinn og lesum þetta í tölvum eða síma. Sjáumst á miðvikudaginn. linkur […]

Hugrenningar fyrir Ársfund

Kæru Retrieverfélagar, Nú líður að ársfundi deildarinnar.  Núverandi stjórn deildarinnar tók við góðu búi í lok janúar 2019. Deildin hefur átt frábært ár þar sem þátttaka í sýningum og á veiðiprófum er að vaxa til muna. Að auki var aðsókn að sýningarþjálfunum með mesta móti og síðan var staðið fyrir Veiði og vinnunámskeiði fyrir retriever […]

Ársfundur Retrieverdeildar

Árfundur deildarinnar verður haldinn í Síðumúla 15 miðvikudaginn 19.febrúar n.k. og hefst kl.20.00 Verkefnið eru hefðbundin ársfundarstörf. • Farið yfir ársskýrslu stjórnar fyrir 2019 • Farið yfir rekstarreikning fyrir 2019 • Val í nefndir • Kosið til stjórnar Retrieverdeildar. Tvö sæti eru laus til tveggja ára. • Önnur mál. Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn […]

Opið hús veiðinefndar

Veiðinefnd retriever deildarinnar byrjar starfsárið 2020 með fræðslukvöldi fimmtudaginn 30. janúar klukkan 20:00 í sal HRFÍ, Síðumúla 15. Dagskrá kvöldsins Aðili frá Petmark, aðal styrktaraðila deildarinnar, verður með kynningu á fóðri o.fl. Heiðar J. Sveinsson fer yfir það helsta sem hafa skal í huga varðandi grunnþjálfun retriever hunda. Kaffi og með því. Allir velkomnir! Hvetjum […]

Dagskrá 2020

Nú liggur veiðiprófaáætlun 2020 fyrir, samþykkt af stjórn HRFÍ og öðrum sem koma að prófunum. Eins og áður er deildin styrkt af Petmark / Eukanuba, Bendir og Hyundai, svo bætist við í ár að Final Approach sem framleiðir ýmsar vörur sem eru veiðitengdar mun verða styrktaraðili á 4 prófum ársins og Meistarakeppni.  FA mun gefa […]