Eftir gott veiðiprófatímabil er komið að uppskeruhátíð veiðiprófanna 2023. 21. október verður Meistarakeppnin haldin við Sólheimakot allar nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi auglýsingu. Hrafnsvíkur Labrador og Sporthundar gefa verðlaun fyrir efstu 3 sætin í hvorum flokki og farandbikar fyrir efsta sætið. Styrktaraðilar og aðrir velunnarar gefa happdrættisvinninga sem verða dregnir út um kvöldið. Happdrætti fylgir […]
Í dag var síðasta veiðipróf tímabilsins haldið við Tjarnhóla. Stigaskorun fyrir árið liggur því fyrir. Stighæsti hundur ársins er ISFTCH OFLW-19 FTW-20,23 Heiðarbóls Dimma með 70 stig, stjórnandi og eigandi Heiðar Sveinsson í öðru sæti er BFLW-20 OFLW-21 Aðalbóls Ljósavíkur Amy Jazzhause með 45,1 stig, stjórnandi og eigandi Þorsteinn Hafþórsson Í þriðja sæti er Ljónshjarta […]
Kæru félagar, Að vanda verður efnt til Meistarakeppni að loknu veiðiprófatímabilinu. Hún var áætluð 14. október, HRFÍ þarf að nota Sólheimakot þá undir augnskoðun og því verður hún færð til. Meistarakeppnin í ár verður haldin 21. október við Sólheimakot Dómarar verða Jens Magnús Jakobsson og Þórhallur Atlason og munu þeir setja upp prófið. Prófstjóri verður […]
Sýnendanámskeið með Fanny Hellström de Wolf helgina 30. sept og 1. okt. Haldið í húsnæði HRFÍ að Melabraut 17. Laugardagur 30. september 9-11 golden retriever vanir 11-13 golden retriever byrjendur 14-17 golden retriever grooming Sunnudagur 1. oktober 9-11 labrador + flat-coated byrjendur 11-13 labrador + flat-coated vanir 14-17 ungir sýnendur (ekki nauðsynlegt að koma með […]
Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf nr. 202312 sem haldið verður 16. september við Villingavatn. Dómari verður Sigurmon M. Hreinsson og fulltrúi HRFÍ verður Margrét Pétursdóttir. Prófstjóri verður Arnar Tryggvason Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba. Skemmtilegt prófsvæði er við Villingavatn og gott […]
Stigahæstu Retriever hundar það sem af er sýningaárinu 2023.3 sýningar eftir. * Birt með fyrirvara um villur. Labrador1. Vetrarstorms Tyson 64 stig2. Hrísnes Skuggi II 47 stig3. Gullhaga Andrésína 45 stig Golden1. Majik Young At Heart 66 stig2. Bílddals Brák 62 stig3. Zampanzar Apple Blossom 51 stig Flat Coated1. Norðanheiða Vök 50 stig2. Úlfadís 46 […]
Á þessu ári munum við bjóða upp á þá nýjung að halda deildarsýningu á milli jóla og nýárs. Sýningin verður haldin föstudaginn 29.desember í húsnæði HRFÍ á Melabraut. Áætlað er að dómar hefjist eftir hádegið og standa fram á kvöld. Andrzej Stępiński frá Pólandi mun koma og dæma. Hann hefurræktað Golden Retriever í fjölda mörg […]
Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf nr. 202311 sem haldið verður 2. september við Draugatjörn. Dómari verður Kjartan I. Lorange og fulltrúar HRFÍ verður Sigurmon Hreinsson. Prófstjóri verður Gísli Már Árnason Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba. Skemmtilegt prófsvæði er við Draugatjörn og […]
Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf nr. 202309 og 202310 sem haldið verður 19. og 20. ágúst við Murneyrar og Þrándarholt á Þjórsárbökkum. Dómari verður Morten Egberg og fulltrúar HRFÍ verða Kjartan I. Lorange 19. ágúst og Halldór Björnsson 20. Ágúst. Prófstjórar verða Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Svava Guðjónsdóttir Að venju verða veitt […]
Samtals hafa 33 hundar tekið þátt í ár og skráningar eru 98 í heildina. Á sama tíma í fyrra höfðu 36 hundar tekið þátt og skráningar voru 75. Aðeins 3 ár hafa verið með meiri skráningu á fyrstu 8 prófin og hefur skráning verið nokkuð jöfn yfir tímabilið. 11 hundar hafa komið nýir inn sem […]