Meistarakeppnin 2023

Eftir gott veiðiprófatímabil er komið að uppskeruhátíð veiðiprófanna 2023.

21. október verður Meistarakeppnin haldin við Sólheimakot allar nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi auglýsingu.

Hrafnsvíkur Labrador og Sporthundar gefa verðlaun fyrir efstu 3 sætin í hvorum flokki og farandbikar fyrir efsta sætið.

Styrktaraðilar og aðrir velunnarar gefa happdrættisvinninga sem verða dregnir út um kvöldið. Happdrætti fylgir hverjum hundi sem er skráður og eins þeim sem skrá sig í matinn og mæta í hann.

Hvet ykkur sem getið til að taka þátt í deginum, eins er opið fyrir alla að skrá sig í matinn, með því að greiða inná reikning Retrieverdeildar 0322-26-010809, kt: 610809 0490 og senda staðfestingu á prof@retriever.is.