Meistarakeppnin 2023

Kæru félagar,

Að vanda verður efnt til Meistarakeppni að loknu veiðiprófatímabilinu.

Hún var áætluð 14. október, HRFÍ þarf að nota Sólheimakot þá undir augnskoðun og því verður hún færð til.

Meistarakeppnin í ár verður haldin 21. október við Sólheimakot

Dómarar verða Jens Magnús Jakobsson og Þórhallur Atlason og munu þeir setja upp prófið.

Prófstjóri verður Heiðar Sveinsson og mun hann ásamt Þórhalli standa að skipulagningu kvöldsins.

Að venju verða veitt verðlaun um kvöldið eftir mat og eins verður stigahæsti hundur tímabilsins heiðraður.

styrktaraðilar eru Bendir og Eukanuba.