Category Archives: Fréttir

Hugrenningar fyrir Ársfund

Kæru Retrieverfélagar, Nú líður að ársfundi deildarinnar.  Núverandi stjórn deildarinnar tók við góðu búi í lok janúar 2019. Deildin hefur átt frábært ár þar sem þátttaka í sýningum og á veiðiprófum er að vaxa til muna. Að auki var aðsókn að sýningarþjálfunum með mesta móti og síðan var staðið fyrir Veiði og vinnunámskeiði fyrir retriever […]

Ársfundur Retrieverdeildar

Árfundur deildarinnar verður haldinn í Síðumúla 15 miðvikudaginn 19.febrúar n.k. og hefst kl.20.00 Verkefnið eru hefðbundin ársfundarstörf. • Farið yfir ársskýrslu stjórnar fyrir 2019 • Farið yfir rekstarreikning fyrir 2019 • Val í nefndir • Kosið til stjórnar Retrieverdeildar. Tvö sæti eru laus til tveggja ára. • Önnur mál. Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn […]

Opið hús veiðinefndar

Veiðinefnd retriever deildarinnar byrjar starfsárið 2020 með fræðslukvöldi fimmtudaginn 30. janúar klukkan 20:00 í sal HRFÍ, Síðumúla 15. Dagskrá kvöldsins Aðili frá Petmark, aðal styrktaraðila deildarinnar, verður með kynningu á fóðri o.fl. Heiðar J. Sveinsson fer yfir það helsta sem hafa skal í huga varðandi grunnþjálfun retriever hunda. Kaffi og með því. Allir velkomnir! Hvetjum […]

Dagskrá 2020

Nú liggur veiðiprófaáætlun 2020 fyrir, samþykkt af stjórn HRFÍ og öðrum sem koma að prófunum. Eins og áður er deildin styrkt af Petmark / Eukanuba, Bendir og Hyundai, svo bætist við í ár að Final Approach sem framleiðir ýmsar vörur sem eru veiðitengdar mun verða styrktaraðili á 4 prófum ársins og Meistarakeppni.  FA mun gefa […]

Úrslit eru komin inn frá Meistaramótinu

Í gær lauk formlega veiðiprófatímabili ársins með Meistarmótinu sem deildin stóð nú fyrir í 4 sinn. Það var sem fyrr skemmtilegur dagur þar sem áhugafólki um sportið gafst tækifæri til að hittast, taka þátt í skemmtilegum viðburði yfir daginn með hundunum sínum og eiga svo góða kvöldstund með félögum og borða góðan mat, ásamt því […]

Meistarakeppni og kvöldverður 19. október

19.október n.k. verður Meistarakeppnin haldin og um kvöldið verður kvöldverður frá Grillvagninum. Stigahæsti hundur á veiðiprófum 2019 verður heiðraður. Munið að fara vel eftir leiðbeiningum við skráningu og greiða gjaldið núna inná reikning deildarinnar en ekki reikning HRFÍ. Reiknisnúmer Retrieverdeildar HRFÍ er 0322-26-010809, kt: 610809 0490

Úrslit frá síðasta veiðiprófi ársins 201913

Í blíðunni í morgun kláraði Retrieverdeildin síðasta veiðipróf ársins við Tjarnhóla. Sigurmon M. Hreinsson dæmdi, fulltrúi var Halldór G. Björnsson og prófstjóri Þórhallur Atlason. Prófað var í BFL og OFL. Bestu hundar voru. BFL, Ljónshjarta Fluga með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Guðmundur Ragnarsson OFL, Klettavíkur Kara með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Karl Andrés Gíslason. Það […]