Opnað hefur verið fyrir skráningu á fyrsta prór tímabilsins nr 202301 sem haldið verður laugardaginn 1. apríl við Straum í Straumsvík, athugið að próf er flutt vegna frosta og klaka á Tjarnhólum. Dómari verður Kjartan I. Lorange fulltrúi HRFÍ verður Sigurður Magnússon. Prófstjóri verður Þórhallur Atlason. Prófsvæðið við Tjarnhóla er um hálftíma akstur frá Reykjavík […]
Category Archives: Fréttir
WT vinnupróf sem halda átti 11.mars n.k. fellur niður vegna ónógrar þátttöku. Næsta próf verður veiðipróf -b sem haldið verður 1.apríl n.k. við Tjarnhóla. opnað verður fyrir skráningu 8.mars.
Ársfundur Retrieverdeildar verður haldinn þann 22. mars á skrifstofu HRFÍ kl. 20:00. Dagskrá 1. Fræðsluerindi2. Kosning fundarstjóra og ritara3. Skýrsla stjórnar og ársreikningur4. Hlé5. Kosið til stjórnar. Fjögur sæti laus sem kosið er um.6. Kosið í nefndir (sýninganefnd, veiðinefnd, göngunefnd og vefsíðunefnd)7. Önnur mál Við hvetjum sem flesta til að mæta og bjóða sig fram […]
Dagskrá fyrir árið 2023 hefur verið lítillega uppfærð. Magnus Anslokken sem ætlaði að dæma júní prófin fyrir okkur kemst ekki og í hans stað kemur Bjarne Holm einnig frá Noregi. Þétt og öflug dagskrá, verður gaman að hittast og skemmta okkur með hundum og fólki. Veiðinefnd.
Opnað hefur verið fyrir Vinnupróf (WT) sem haldið verður laugardaginn 11.mars. Dómarar eru Þórhallur Atlason og Jens Magnús Jakobsson WT er próf þar sem unnið er með sækieiginleika hunda og unnið er á 5 mismunandi stöðvum þar sem verkefni eru skilgreind á hverri stöð og dæmt fyrir hverja stöð. Stjórnendur fá stig á hverri stöð […]
Eftir að ég kynntist Retrieverdeild og fór að taka þátt í prófum og öðru starfi eða í um 15 ár hef ég haft sérstakan áhuga á starfinu sem tengist veiðiprófum fyrir retriever hunda. Allt frá þjálfun, prófum, reglum og til tölfræði í kringum próf. Hef verið lánsamur að starfa með góðu fólki við ýmis störf […]
Í gær þann 31. janúar 2023 voru stigahæstu hundar deildarinnar heiðraðir á skrifstofu HRFÍ. Mætingin var einstaklega góð og einnig mættu margir af hundunum til að taka á móti viðurkenningunum sínum. Allir fengu farandbikar, gjöf frá Eukanuba, húfu frá Retrieverdeildinni og viðurkenningarskjal. Kærar þakkir fyrir komuna og sjáumst á sýningum og veiðiprófum ársins 2023. Þeir […]
Veiðiprófs dagskrá 2023 hefur verið samþykkt af stjórn Retrieverdeildar og stjórn HRFÍ. það má finna dagskrána á forsíðu undir „Dagskrá 2023“
Í kvöld heiðraði Retrieverdeildin stighæstu hunda á sýningum og stigahæsta hund á veiðiprófum 2022. Elías Elíasson og ISFTCH Kola voru stigahæst 2022 með 69 stig á 5 veiðiprófum. Þau voru með 1.einkunn á öllum þessum prófum og dómari valdi þau besta hund í 4 skipti af 5. Frábær árangur hjá þeim og stöðugleiki í vinnu. […]
Á síðasta ársfundi deildarinnar var ný nefnd stofnuð, nefnd um heilbrigði retriverhunda. Nefndarkonur eru Sesselja Guðrún Sigurðardóttir og Erla Heiðrún Benediktsdóttir. Nefndin mun með tímanum fjalla um sjúkdóma sem herja á retrievertegundir og hefur nú sett inn upplýsingar um þann fyrsta, EIC eða exercise induced collapse sem finnst aðalega í labradorum en eitthvað í öðrum […]