Samstarfssamningur við Petmark endurnýjaður

Þann 18. desember endurnýjuðu Petmark og Retrieverdeild HRFÍ samstarfssamning sinn. Petmark er aðal styrktaraðili Retrieverdeildarinnar og hefur farsælt samstarfið staðið frá árinu 2018. Undirritun samningsins var í höndum Kjartans Inga Lorange fyrir hönd stjórnar Retrieverdeildar og Klöru Símonardóttur, framkvæmdastjóra Petmark.

Kjartan og Klara innsiga gott samstarf.