Meistarakeppni 2023 fellur niður

Sein skil á veiðitíma rjúpu og svo sú staðreynd að fyrsta rjúpnahelgi verður á fyrirhuguðum tíma fyrir meistarakeppni kemur illa við þá framkvæmd.

Stór hluti þeirra sem taka þátt í veiðiprófum og starfa á svona viðburðum eru veiðimenn og vilja flestir þeirra vera lausir til að geta verið í náttúrunni við rjúpnaveiðar á fyrstu helgi. Veiðinefnd hefur því tekið ákvörðun um að fella niður meistarakeppnina í ár.

Stigahæsti hundur verður liklega heiðraður með stigahæstu hundum á sýningum þegar sýningarnefnd og stjórn gera það.

f.h. veiðinefndar

Heiðar