Næsta próf 201910 við Þrándarholt

Næsta próf verður á laugardaginn 10.ágúst við Þrándarholt. Dómari verður Jens Magnús Jakobsson, fulltrúi HRFÍ Halldór G. Björnsson og prófstjóri Ævar Valgeirsson. Prófað verður í öllum flokkum og nafnakall er kl.9.00 Nú sem fyrr er mikilvægt að fá starfsfólk til að vinna á prófinu og óskar prófstjóri eftir að fólk gefi sig fram til vinnu. […]

Búið að opna fyrir skráningu á próf 201911

Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf 201911 sem haldið verður við Blönduós 31.08.2019. Dómari verður Margrét Pétursdóttir, fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon og prófstjóri Þorsteinn Hafþórsson. Eins og fyrr verða notaðar endur og gæsir í OFL og ÚFL í bland við máva og svartfugla. Hvet fólk til að skrá tímanlega til að einfalda allan undirbúning.

Búið að opna fyrir próf 201910 við Þrándarholt

Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 201910 sem haldið verður við Þrándarholt á Skeiðum, 10.ágúst n.k. Dómari verður Jens Magnús Jakobsson, fulltrúi HRFÍ Halldór Garðar Björnsson, prófstjórar Vilhelm Jónsson og Ævar Valgeirsson. Þetta próf er á hefðbundnum próftíma hjá deildinni og besti hundur í ÚFL-b vinnur jafnframt Retrieverbikarinn gefinn af Kolkuósræktun. Eins og áður […]

Þórgunnur Eyfjörð Pétursdóttir er látin

Á föstudaginn 12.júlí s.l. lést Þórgunnur Eyfjörð Pétursdóttir á Landsspítalanum.  Þórgunnur var ötul í starfi tengdu HRFÍ og þar á meðal okkar deildar Retrieverdeildar.  Hún starfaði í stjórn deildarinnar, sýningarnefnd, tók þátt í prófum, sýningum og öllum helstu viðburðum á vegum deildarinnar.  Þórgunnur fékk sér síðan Enskan Setter og að sjálfsögðu var það tekið með […]

Deildarsýning Retrieverdeildar HRFÍ 28. September 2019

Sýningin verður í glæsilegri reiðhöll Hestafélags Mána í Keflavík. Það er þegar búið að opna fyrir skráningu og er skráning með sama hætti og á aðrar sýningar HRFÍ, leiðbeiningar má finna hér  Dómari verður Gerda Groenweg frá Hollandi, hún ræktar Labrador Retriever undir nafninu Of the Barking Voices og sýnir og veiðiþjálfar sína Labrador hunda. […]

Úrslit frá veiðipróf 201908

Í dag var haldið veiðipróf við Skeiðháholt á Skeiðum próf númer 201908 Prófsdómari var Sigurmon M. Hreinsson, fulltrúi HRFÍ Kjartan I. Lorange og prófstjóri var Gunnar Örn Arnarson. Prófað var í öllum flokkum og eru úrslit komin inná heimasíðu. Bestu hundar voru. Hetju eltu skarfinn Garún, eigandi og stjórnandi Helga Hermannsdóttir með 1. einkun í […]

Opið fyrir skráningu á próf 201909 við Húsavík

Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 201909 sem verður haldið í kringum Húsavík 20.júlí n.k. Prófdómari verður Jens Magnús Jakobsson, prófstjóri Elías Frímann. Það er von okkar að þessi viðbót á prófi fyrir norðan verði vel sótt af heimafólki. Eins og fyrr eru notaðar endur og gæsir í bland við máv og svartfugl í […]