Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 201902 sem haldið verður við Stokkseyri 27.apríl n.k. Prófstjóri verður Svava Guðjónsdóttir Prófdómari Sigurður Magnússon Fulltrúi HRFÍ Halldór Björnsson Prófað verður á nýju svæði við Stokkseyri sem er ekki langt frá þeim stað sem haldið hafa verið próf síðustu tvö ár. Skemmtilegt svæði á veiðislóð. Af gefnu tilefni […]
Category Archives: Fréttir
Þvi miður náðist ekki skráning til að halda Vinnupróf WT 221901 sem átti að vera við Silungapoll 30.mars n.k. Næsta Vinnupróf er áætlað miðvikudaginn 22.maí við Straum opnað verður fyrir skráningu 28.apríl n.k.
Opið fyrir skráningu á veiðipróf 201901 við Murneyrar sem haldið verður 13.apríl n.k. Prófdómari verður Jens Magnús Jakobsson og verður þetta hans fyrsta opinbera próf. Fulltrúi HRFÍ verður Kjartan I. Lorange Prófstjóri Þórhallur Atlason Murneyrar eru skemmtilegt prófsvæði þar sem áhorfendur og þátttakendur sjá vel yfir og skemmtilegt að hefja vertíðina á þessum stað. Eins […]
Veiðinefnd mun standa að óformlegu veiðiprófi við Straum í Straumsvík 23.mars n.k. kl.10.00 Óformlegt veiðipróf er góður vettvangur til að reyna sína hunda ekki síst fyrir þá sem eru óvanir. Prófað er við aðstæður sem eru sem líkastar aðstæðum í prófi og dómari veitir umsagnir og leiðbeiningar. Ekki er gefin einkun. Boðið verður uppá próf […]
Búið er að opna fyrir skráningu á fyrsta próf tímabilsins. það verður vinnupróf (WT) sem haldið verður 30.mars við Silungapoll. Stefnt er að því að prófa í öllum flokkum fáist skráningar. Skráningu lýkur á miðnætti 23.mars. Dómarar eru Jens Magnús Jakobsson, Kjartan I. Lorange og Halldór Bjornsson. Prófstjóri Heiðar Sveinsson, sími 8255219, póstfang heidar@bl.is. Hvet […]
6. og 7. Júlí stendur Retrieverdeild fyrir veiði og vinnunámskeiði. Kennari verður Heidi Kvan frá Noregi og Bjarne Holm verður henni til aðstoðar. Heidi og Bjarne hafa langa reynslu af vinnu með hundum. Bæði hafa þau dómararéttindi og hefur Heidi dæmt tvö próf hér á landi. Heidi starfar við þjálfun og kennslu hunda hjá Meneo […]
Á ársfundi deildarinnar 24.janúar s.l. voru samþykktar tilllögur um breytingar á veiðiprófsreglum. Veiðinefnd, dómarar og stjórn Retrieverdeildar höfðu áður samþykkt og farið yfir umræddar breytingar. Stjórn HRFÍ samþykkti uppfærðar relgur á síðast fundi sínum og eru þær nú komnar uppfærðar inná vef retrieverdeilar hér þessar reglur taka gildi frá og með 1.apríl 2019.
Labrador Retriever Besti hundur tegundar (BOB): ISShCh Ciboria’s Oliver – 3. sæti í Tegundarhópi 8 (BIG-3) Besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS): ISJUCH Hrísnes Ugla II Besti hvolpur 4-6 mánaða: Stekkjardals Birna – 2. sæti í Besta ungviði dags Besti hvolpur 6-9 mánaða: Hrísnes Dimmir – 2. sæti í Besti hvolpur dags […]
Sjálboðaliðasarf er stór hluti af starfsemi deildar eins og okkar. Eitt af því sem við stólum á er að stjórnun á viðburðum deildarinnar sé í samræmi við vinnureglur og lög deildarinnar. Eitt af lykilhlutverkum er meðal annars að sinna prófstjórn á veiðiprófum og vinnuprófum (WT). Af því tilefni er ákveðið að efna til prófstjóranámskeiðs 2.mars […]
Dagskrá veiði- og vinnuprófa (WT) er komin inná heimasíðu og má sjá hér. Það er óhætt að segja að lagt sé upp með metnaðarfulla dagskrá, 13 veiðipróf og 3 vinnupróf. Eins er prófað nýja hluti, fyrsta tveggja daga prófið með erlendum dómara er haldið í Hvammsvík í Hvalfirði í 11. og 12. maí, dómari Lars Nørgaard frá […]