Stigaskor á veiðiprófum 2019

Nú þegar búin eru 5 próf af 13 eru stigaskor eins og segir hér að neðan.

það eru ennþá mörg stig í pottinum eins og frasinn segir.  Engu að síður er árangur Ingólfs Guðmundssonar með Ljósavíkur Nínó með þeim hætti að ekki verður auðvelt að velta þeim af stalli sem stigahæsta hundi sumarsins.  Þeir félagar hafa nú tekið þátt í 5 prófum og fengið 1 einkun í ÚFL og besti hundur í þeim öllum.  Þetta gefur þeim 70 stig sem er 3 hæsta stigasöfnun og aðeins 3 hundar sem hafa skorað hærra.  Þeir geta enn bætt sig með því að ná 1.einkun og heiðursverðlaunum.

Reglur fyrir stigaútreikning á veiðiprófum má sjá hér eins og sjá má eru fyrstu 5 prófin talin og eftir það er fundið meðaltal.  Þessar reglur hafa verið i gildi frá upphafi stigaútreiknings og viðmiðið er að finna út hvaða hundur er að meðaltali bestur.  Auðvitað kann það að skjóta skökku við þegar svona góður árangur næst og slæmt próf getur lækkað stigagjöf.  Hafa ber samt í huga að þetta er frekar sjaldgæft og að viðmiðið er ekki að verlauna fyrir mætingar heldur stigahæsta hund að meðaltali.

Hvað um það, þessi árangur Ingólfs með 8 ára gamlan hund er þegar orðið söguefni og mikilvægt að horfa til þess.

Ingólfur hefur um langt skeið verið einn af máttarstólpum starfsins, hann hefur sótt próf meira en flestir og á að baki 125 próf með 6 hunda ef ég tel þetta rétt frá 2000.
Hann hefur fengið 48 sinnum 1 einkun í ÚFL, 12 sinnum 1.einkun í OFL og 13 sinnum 1.einkun í BFL. Að auki á hann að baki 5 heiðursverðlaun með 3 hundum.
Nínó hefur tekið fleiri próf en nokkur annar hundur og er það til marks um áhuga Ingólfs og umhyggju fyrir hundinum sínum að vera með 8 ára gamlan hund í fantaformi og mér er ekki kunnugt um að nokkur hundur hafi byrjar árið betur en Nínó gerir núna með 1.einkun á fimm fyrstu prófunum og alltaf besti hundur. Eins er Nínó búinn að vera besti hundur í síðustu 9 prófum sem hann hefur tekið þátt í og þar af 1.einkun í síðustu 8 prófum. Það er óhætt að segja að mikil og ströng vinna Ingólfs hafi sannarlega skilað sér.
Auk þess að æfa sína hunda er hann öflugur í stuðning við starfið með námskeiðum og hefur jafnframt staðið að innflutningi og ræktun. Hefur komið ótrúlega mörgum almennilega á sporið í þessu sporti.

Hvað sem þessu líður eru líka margir að gera góða hluti í upphafi starfsins og eins og venjulega eru við öll á góðri vegferð og mikilvægt að hlúa að hverjum og einum.  Nýir árstitlar hafa komið skemmtilega inn og eru nú þegar eftir 5 próf komnir nýir “meistarar”.  Þula í eigu Þorsteins Hafþórssonar og Huntingmate Atlas í eigu Jens Magnúsar Jakobssonar og Hólmfríðar Kristjánsdóttur hafa báðir fengið nafnbótina BFLW-19 og áður nefndur ISFtCh Ljósavíkur Nínó í eigu Ingólfs Guðmundssonar hefur fengið nafnbótina FTW-19, reglur um þessa nýju titla má finna hér og eru enn möguleikar fyrir marga að bæta á sig árangri og jafnvel nafnbót.

Þrátt fyrir titla og “sigra” er mikilvægt að huga að því að við erum að meta hundana okkar og þjálfa til að njóta vinnu með þeim og gera þá betri félaga á veiðum.  Það er því ástæða til að hvetja ykkur öll til að mæta á veiðipróf og eins til okkar allra að styðja við og taka vel á móti nýliðum og öllum sem mæta og sýna áhuga.

Hér að neðan er stigataflan eins og hún er núna, birt með fyrirvara á innsláttarvillum.