Búið að opna fyrir skráningu á próf 201908 við Skeiðháholt

Opið er fyrir skráningu á próf 201908 sem haldið verður við Skeiðháholt.  Áætlað var að halda prófið við Draugatjörn, sökum þess að álftapar hefur sest þar að er ekki ráðlegt að trufla það og setja hunda í þá aðstöðu að fá á sig árás, var prófið því flutt á Tjarnhóla, síðar kom í ljós að þar er ekki sunddjúpt og því ekki prófhæft.  Í framhaldi af því fóru veiðinefndarmenn að leita staða fyrir próf og niðurstaðan hjá prófstjóra er að halda prófið við Skeiðháholt.  Þar eru í boði tveir staðir og aðstæður mikið breyttar með lægri vatnsstöðu frá síðasta prófi sem var í apríl lok.  Prófstjóri og dómari munu skoða aðstæður og meta hvar endanlega verður prófað.  Kunnum við landeigendum miklar þakkir fyrir að bregðast vel við og heimila þetta.

Dómari verður Sigurmon Marvin Hreinsson, fulltrúi HRFÍ Kjartan I. Lorange, prófstjóri er Gunnar Örn Arnarson.

Prófin hafa farið mjög vel af stað og hundar og stjórnendur komið vel inn í sumarið.  Jákvæðni og samvinna hefur einkennt öll próf og er það vel.  Reyndar hefur í ár eins og fyrr komið lof frá þeim erlendu gestum sem hingað koma þegar þeir verða varir við þessa samkennd, gleði yfir velgengni og vilja til að styðja hvern annan. Þeir tala gjarnan um að þetta sé ekki á þennan veg í nágrannalöndum okkar.

Höldum í ánægjuna og njótum þess að vinna með hundunum okkar, styðjum áfram hvert annað i að vinna vel með sína hunda. Við tökum þátt fyrir okkur og vöndum okkur í allri framkomu eins og áður.

Eins og áður hefur verið getið er í sumar notast við önd og heiðagæs (helsingja) í bland við svartfulg og máv í prófum.

set hér inn að ganni forsíðu á einum af fyrstu prófskrám fyrir retrieverhunda.