Búið að opna fyrir próf 201905

Opið er fyrir skráningu á veiðipróf 201905 sem haldið verður við Seltjörn 1.júní n.k.

Dómari verður Hávar Sigurjónsson, fulltrúi HRFÍ Sigurmon M. Hreinsson og prófstjóri Heiðar Sveinsson sími 8255219

Seltjörn er skemmtilegt prófsvæði við afleggjarann af Reykjanesbraut til Grindavíkur og er það von okkar að áframhald verði á góðum skráningum.

Opið verður fyrir skráningu til miðnættis sunnudaginn 26.maí.

Eins og áður er greint frá bætist önd og gæs í bráð á prófum.  Önd í bfl og gæs (helsingi og heiðagæs) í OFL og ÚFL-B.  Þessi bráð verður notuð í bland við hefðbundna bráð undanfarinna ára, svartfugl og máv.

 

Hér að neðana er leiðarlýsing frá Reykjavík að Seltjörn.  Neðri mynd sýnir yfirlitsmynd af tjörninni og nágrenni.  Fyrirhugað er að halda prófið þar sem blái hringurinn er og bílar geta þá lagt þar sem ljósi hringurinn er og við veginn.