Búið að opna fyrir próf 202003-4

Nú er búið að opna fyrir veiðipróf 202003-4 sem haldin verða á Húsavík og í Eyjafirði 13. og 14.júní. Dómarar og fulltrúar HRFÍ verða Kjartan I. Lorange og Hávar Sigurjónsson, prófstjórar Fanney Harðardóttir og Elías Frímann, Norður prófin hafa alltaf verið skemmtileg og einstaklega skemmtilegt að fara á ný svæði og kynnast nýju fólki. Keppt […]

Veiðipróf 202002

Fyrsta veiðipróf ársins verður laugardaginn 16.maí n.k. við Seltjörn við Grindavíkurveg.  Nafnakall verður kl.9.00 Dómari verður Halldór G. Björnsson, fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon og prófstjóri Heiðar Sveinsson, Þórhallur Atlason mun annast prófstjórn í flokkum sem Heiðar tekur þátt í samkvæmt reglum. Þátttakendur, starfsfólk og áhorendur eru beðnir að virða vinnulag og reglur frá Almannvörnum, halda […]

Augnskoðanir tilkynning frá HRFÍ

Hér að neðan er tilkynning sem er beint af vef HRFÍ: Áríðandi vegna frestunar augnskoðunar í maí og svigrúm vegna vottorða 22/4/2020 Heimsfaraldurinn hefur ekki farið framhjá neinum og hefur hann haft áhrif á starf félagsins. Félagið getur vegna faraldursins ekki staðið fyrir augnskoðun sem fyrirhuguð var 14.-16. maí næstkomandi. Áætlað er að hafa augnskoðun 3.-5. […]

Búið að opna fyrir skráningu á veiðipróf 202002

Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 202002 sem haldið verður við Seltjörn á Reykjanesi 16.maí n.k. Dómari verður Halldór Garðar Björnsson Fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon Prófstjóri Heiðar Sveinsson Vinsamlega athugið að gleymst hefur að uppfæra verð á skráningarsíðu, verðið er sem sagt kr.6.900,- með bráðargjaldi samkvæmt verðskrá HRFÍ. Skráningarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 6.maí. […]

Veiðipróf 202001 frestað

Kæru félagar, Fyrsta veiðipróf ársins átti að fara fram 25.apríl n.k. og opna átti fyrir skráningu í dag. Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta þessu veiðiprófi eða jafnvel fella niður, mið verður tekið af aðstæðum. Við viljum benda á mikilvægi þess að fara eftir reglum frá Almannavörnum, Sóttvarnarlækni og Landlækni. Hafið sérstaka gát […]

Árið framundan

Á fyrsta fundi ræktunarstjórnar eftir ársfund var meðal annar tekið fyrir að skipta með sér verkum. Næsta starfsár verður verkaskipting eftirfarandi: Heiðar Sveinsson formaður Unnur Olga Ingvarsdóttir gjaldkeri Gunnar Örn Arnarson ritari Sunna Birna Helgadóttir og Óli Þór Árnason meðstjórnendur Það er spennandi ár framundan með þéttri dagskrá.  11 veiðipróf, 1 vinnupróf (WT), deildarsýning og […]

Ársfundur 19.febrúar 2020

Ársfundur deildarinnar var haldinnn í gærkvöldi í Síðumúla 15. Fundargerð er komin inná netið og eins er ársskýrsluna að finna á heimasíðu deildarinnar undir “fundargerðir” . Tvö sæti voru laus þar sem Sigrún Guðlaugardóttir og Unnur Olga Ingvarsdóttir voru búnar með sinn tíma. Unnur bauð sig fram til næstu tveggja ára og Óli Þór Árnason […]

Ársskýrsla 2019

Ársskýrsla stjórnar deildarinnar fyrir 2019 er kominn inná síðuna. það má finna hana undir fundargerðir undir “Ársfundur 2020” Hugmyndin er að prenta bara nokkrar út fyrir fundargesti á miðvikudaginn þar sem raunin hefur verið undanfarin ár að þeim hefur oftast verið hent. Spörum pappírinn og lesum þetta í tölvum eða síma. Sjáumst á miðvikudaginn. linkur […]