Búið að opna fyrir skráningu á veiðipróf 202002

Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 202002 sem haldið verður við Seltjörn á Reykjanesi 16.maí n.k.

Dómari verður Halldór Garðar Björnsson

Fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon

Prófstjóri Heiðar Sveinsson

Vinsamlega athugið að gleymst hefur að uppfæra verð á skráningarsíðu, verðið er sem sagt kr.6.900,- með bráðargjaldi samkvæmt verðskrá HRFÍ.

Skráningarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 6.maí.

Við erum að sjálfsögðu háð reglum um samkomuhald og verður 50 manna hámarkið virt, eins verður farið eftir öllum reglum almannavarna um fjarlægð og smitvarnir.

Fólk er beðið að virða þetta bæði á prófstað og eins við viðrun að hver sér um sína hunda.

Það er ánægjulegt að geta hafið prófvertíðina og vonandi sjáum við góða skráningu.