Veiðipróf 202002

Fyrsta veiðipróf ársins verður laugardaginn 16.maí n.k. við Seltjörn við Grindavíkurveg.  Nafnakall verður kl.9.00

Dómari verður Halldór G. Björnsson, fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon og prófstjóri Heiðar Sveinsson, Þórhallur Atlason mun annast prófstjórn í flokkum sem Heiðar tekur þátt í samkvæmt reglum.

Þátttakendur, starfsfólk og áhorendur eru beðnir að virða vinnulag og reglur frá Almannvörnum, halda 2 metra fjarlægð og virða fjöldatakmörkun.

Á staðnum verður spritt og latex hanskar fyrir þá sem vilja.  Eins og fyrr mikilvægt að virða umgengni við náttúruna og skilja ekkert eftir á staðnum.

Skráning er mjög góð og núna eru 16 hundar skráðir, 10 í BFL, 4 í OFL og 2 í ÚFL-B. 

Prófskrá verður sett á netið daginn áður vonandi og verður dregið í rásröð á prófstað um leið og nafnakall fer fram.

Prentun á prófskrám verðu því í lágmarki fyrir þátttakendur og starfsfólk, annars er hún að gengileg á netinu.  (minnka óþarfa prentun)

Gert er ráð fyrir að vera á hefðbundnum stað eða suðvestur horn tjarnarinnar og keyrt sunnan við vatnið að bílastæðinu. Er augljóst þegar komið er að vatninu.

Það er erfitt að halda próf án starfsmanna, væri gott ef einhverjir eru tilbúnir að senda á prófstjóra upplýsingar eða svara hér.