Veiðipróf 202001 frestað

Kæru félagar,

Fyrsta veiðipróf ársins átti að fara fram 25.apríl n.k. og opna átti fyrir skráningu í dag.

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta þessu veiðiprófi eða jafnvel fella niður, mið verður tekið af aðstæðum.

Við viljum benda á mikilvægi þess að fara eftir reglum frá Almannavörnum, Sóttvarnarlækni og Landlækni. Hafið sérstaka gát á hundunum ykkar í gönguferðum að þeir séu ekki að nálgast fólk og aðra hunda. Virðum relgur og samferðarfólk.

Þetta gengur yfir og þá getum við haldið áfram að njóta samvista með hundum og samferðarfólki í þessu göfuga og gefandi sporti sem það er að vinna með hundunum okkar.

Farið vel með ykkur og tökum þetta afmælisár með trompi þegar gefur.