Ársfundur 19.febrúar 2020Ársfundur deildarinnar var haldinnn í gærkvöldi í Síðumúla 15.

Fundargerð er komin inná netið og eins er ársskýrsluna að finna á heimasíðu deildarinnar undir “fundargerðir” .

Tvö sæti voru laus þar sem Sigrún Guðlaugardóttir og Unnur Olga Ingvarsdóttir voru búnar með sinn tíma. Unnur bauð sig fram til næstu tveggja ára og Óli Þór Árnason gaf einnig kost á sér. Ekki voru fleiri framboð og þau því sjálfkjörin til stjórnarsetu.

Við þökkum Sigrúnu fyrir mjög gott samstarf og hennar framlag til starfa fyrir deildina. Það er gott að vita að hún verður á kanntinum til aðstoðar fyrir starfið.

Skipun í nefndir er eitthvað sem er tekið fyrir á ársfundi, staðan er ágæt á nefndarstörfum, þó er Básanefnd algjörlega tóm og þar þarf nauðsynlega að fá inn 2-3 félaga. Sigrún hefur verið með þetta og er tilbúin til leiðsagnar. Ef ekki koma til einhverjir áhugasamir er ekki hægt að tryggja þátttöku í kynningum þá fyrst og fremst í Garðheimum.

Þetta ár er afmælisár deildarinnar þar sem í ár eru 40 ár frá stofnun. Það er gaman að gera viðburðum sem deildin stendur fyrir kannski aðeins hærra undir höfði og þá kannski helst horft til helgarinnar 26. og 27. september þegar deildarsýning er áætluð 26. og veiðipróf 27. september. Við hvetjum áhugasama til að gefa kost á sér í sýningarnefnd sem er nú sameinuð Göngu og Skemmtinefnd og eins í veiðinefnd.

Næsta verkefni sýningarnefndar er að finna starfsfólk til að vinna við uppsetningu og framkvæmd Norðuljósasýningar HRFÍ sem er haldin um næstu mánaðarmót. Retrieverdeildin er með þessa sýningu ásamt nokkrum öðrum deildum.

Fyrir hönd fráfarandi stjórnar vil ég þakka gott bú sem tekið var við eftir kröftugar fyrri stjórnir. Eins er núverandi stjórnarhópur spenntur fyrir þeim verkefnum sem fyrir liggja og alltaf eru að banka einhver áhugaverð verkefni.

Ný stjórn hittist á næstu dögum og skiptir með sér verkefnum og þá kynnum við það hér.

Það er ekki hægt að skilja við svona pistil án þess að þakka styrktarðailum okkar sem eru Petmark Eukanupa fóður, Bendir, Hyundai og Final Approach

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá ársfundinum. mæting var 13 manns í stærstu deild Hundaræktarfélagsins. Við þökkum að sjálfsögðu þeim sem mættu og sýndu áhuga. Engu að síður er umhugsunarefni af hverju fleiri gefa sér ekki tíma til að fylgjast með starfinu og standa á bak við stjórn og aðra sem starfa fyrir félagið. Ég læt öðrum eftir að velta vöngum yfir því og við höldum áfram að vinna fyrir félagið og félagsmenn af heilindum og krafti sem vonandi skilar sér út í starfið og til félgasmanna.

með kærri kveðju

f.h. stjórnar Retrieverdeildar

Heiðar Sveinsson, formaður.