Retrieverdeild hefur tryggt áfram fasta æfingatíma í Blíðubakkahúsi í Mosfellsbæ. Opnar æfingar: geta nýst deildarmeðlimum til að æfa hlýðni, stöðugleika o.s.fv Sýningaþjálfanir: verða með óbreyttu sniði Ekki er heimilt að leggja bílum við hesthúsin neðan við Blíðubakkahús, vinsamlegast virðum það
Category Archives: Fréttir
Tveir nýir retriever dómarar hafa bæst í hóp dómara deildarinnar á árinu en stjórn HRFÍ staðfesti dómararéttindi þeirra Hávars Sigurjónssonar og Jens Magnúsar Jakobssonar á árinu. Sjá má frétt HRFÍ hér.
Laugardaginn 13.október 2018 var haldin Meistarakeppni Retrieverdeildarinnar við Sólheimakot. 14 hundar voru skráðir til leiks, níu hundar í flokknum „Opinn flokkur“ sem er blanda af BFL og OFL og fimm hundar í „Meistaraflokki“. Dómarar voru Margrét Pétursdóttir og Sigurður Magnússon og prófstjóri Þórhallur Atlason. Úrslit keppninnar: Meistaraflokkur 1 sæti með 95 stig Ljósavíkur Níno, stjórnandi, […]
Meistarakeppni Retrieverdeildar verður haldinn laugardaginn 13. október klukkan 10 við Sólheimakot. Allir velkomnir að fylgjast með flottum hundum í skemmtilegum félagsskap.
Retrieverdeild hefur tryggt fasta æfingatíma í Blíðubakkahúsi í Mosfellsbæ. Opnar æfingar: geta nýst deildarmeðlimum til að æfa hlýðni, stöðugleika o.s.fv Sýningaþjálfanir: verða með óbreyttu sniði Ekki er heimilt að leggja bílum við hesthúsin neðan við Blíðubakkahús, vinsamlegast virðum það
Laugardagskvöldið 13. október verður slegið til veislu. Grillvagninn mun sjá um dýrðlegan kvöldverð Húsið opnar kl. 19 Verð: 4.500 kr Skráningarfrestur er til 9. október Greiðist á reikning Retrieverdeildar (ATH. ekki reikning HRFÍ) 0701-26-610809 kt.610809 0490 Greiðslustaðfesting sendist í sigrungullu@gmail.com
Uppskeruhátíð / Meistarakeppni fyrir retriever hunda. Næsta Meistarakeppni fyrir retriever hunda verður haldin 13.október 2018 við Sólheimakot, opnað hefur verið fyrir skráningu. Meistarakeppni er ætluð fyrir alla og nafnið kannski rangt í því samhengi. Hér gefst öllum kostur á að mæta með sinn hund, fara í skemmtileg próf þar sem dummy eru notuð og fá […]
Nú er öllum veiðiprófum lokið hjá Retrieverdeild í ár. Stigahæsti hundur á veiðiprófum í ár var ISFTCH Kolkuós Oxana Birta, eigandi Vilhelm Jónsson. Birta hafði mikla yfirburði í ár og áttu þau frábært ár. Alls voru haldin 10 próf, aukning var í skráningum í fyrsta sinn í langan tíma, alls voru 109 þátttakendur sem luku […]
Veiðipróf 201810 sem haldið var við Draugatjörn 22. september. Dómari var Sigurður Magnússon, dómaranemi Jens Magnús Jakobsson og fulltrúi HRFÍ Margrét Pétursdóttir. Prófstjóri var Þórhallur Atlason. 10 hundar voru í prófi, 6 í BFL, 2 í OFL og 2 í ÚFL-b. Einkunnir voru eftirfarandi; Byrjendaflokkur: Hrísnes Skuggi 1.eink. Klettavíkur Kara 1.eink. Heiðarbóls Dimma 1.eink. og […]
Þá er komið að síðasta prófi ársins hjá Deildinni, nafnakall verður klukkan 9:00 og hefst prófið í framhaldi. Allir velkomnir að koma og fylgjast með flottum hundum og hitta skemmtilegt fólk á frábæru prófsvæði. Skemmtinefnd verður á svæðinu að selja kaffiveitingar á meðan á prófi stendur. Athugið að þar er einungis tekið við peningum. Prófstjóri […]