Á ársfundi síðasta fimmtudag var meðal annars kosin ný stjórn Retrieverdeildar. Þannig háttaði til að óvenjumikil endurnýjun var á stjórn og komu 4 nýir aðilir inní stjórn. Sigrún Guðlaugardóttir var í fyrri stjórn og starfar áfram með nýrri stjórn Sigrún er Labrador eigand og stendur meðal annars að Leynigarðsræktun á Labrador. Sunna Birna Helgadóttir kom […]
Category Archives: Fréttir
Á ársfundi deildarinnar í gærkvöldi voru kynntar reglur um árstitla sem þátttakendur í veiðiprófum geta unnið til. Veiðinefnd og stjórn deildarinnar lögðu þessa tillögu fyrir stjórn HRFÍ og megin tilgangur var að gefa áhugasömum þátttakendum í veiðiprófum í öllum flokkum eitthvað til að stefna að og vonandi hvetja til frekari þáttöku og skemmtunar. Reglurnar eru […]
Hér að neðan má sjá ársskýrsla stjórnar fyrir árið 2018 Ársskýrsla 2018 Stjórn þakkar kærlega fyrir samveruna á liðnu ári og lítur vongóð til ársins 2019
Stigahæstu hundar deildarinnar fá bæði farandgripi og viðurkenningarskjöl ásamt því að aðalstyrktaraðili Retrieverdeildar, Eukanuba, gefur stigahæstu hundum gjafapoka.
Stigahæstu Öldungar á sýningum HRFÍ 2018 Labrador Retriever 1. OB-I ISCh Dolbia Avery Nice Girl 26 2. ISVetCH Uppáhalds Vetrarsól Askja 24 3. Hrísnes Ugla 7 4.-7. C.I.E. ISShCh Buckholt Cecil 5 4.-7 ISFTCH Suðurhjara Aría Delta 5 4-7. OB-I Sóltúns Artemis Rós 5 4.-7. Nenuramos Winter Boy 5 Golden Retriever 1. ISShSh RW-17 Skotís […]
Veiðinefnd deildarinnar vill koma því á framfæri að í veiðiprófum 2019 verða einnig notaðar endur og gæsir til viðbótar við máfa og svart fugl. Dagskrá prófa mun verða kynnt á Ársfundi deildarinnar.
Retrieverdeild hefur tryggt áfram fasta æfingatíma í Blíðubakkahúsi í Mosfellsbæ. Opnar æfingar: geta nýst deildarmeðlimum til að æfa hlýðni, stöðugleika o.s.fv Sýningaþjálfanir: verða með óbreyttu sniði Ekki er heimilt að leggja bílum við hesthúsin neðan við Blíðubakkahús, vinsamlegast virðum það
Tveir nýir retriever dómarar hafa bæst í hóp dómara deildarinnar á árinu en stjórn HRFÍ staðfesti dómararéttindi þeirra Hávars Sigurjónssonar og Jens Magnúsar Jakobssonar á árinu. Sjá má frétt HRFÍ hér.
Laugardaginn 13.október 2018 var haldin Meistarakeppni Retrieverdeildarinnar við Sólheimakot. 14 hundar voru skráðir til leiks, níu hundar í flokknum „Opinn flokkur“ sem er blanda af BFL og OFL og fimm hundar í „Meistaraflokki“. Dómarar voru Margrét Pétursdóttir og Sigurður Magnússon og prófstjóri Þórhallur Atlason. Úrslit keppninnar: Meistaraflokkur 1 sæti með 95 stig Ljósavíkur Níno, stjórnandi, […]
Meistarakeppni Retrieverdeildar verður haldinn laugardaginn 13. október klukkan 10 við Sólheimakot. Allir velkomnir að fylgjast með flottum hundum í skemmtilegum félagsskap.