Nýtt á heimasíðu

Eitt af því sem stjórn og nefndir hafa áhuga á ásamt auðvitað vefsíðunefnd er að bæta aðgengi að upplýsingum á heimasíðu.

Það er vel þegið að fá ábendingar, ef þið félagsmenn eða aðrir notendur síðunnar sjá eitthvað sem betur má fara eða færi vel á að bæta við.  Vinsamlega sendið þá ábendingar á retriever@retriever.is eða admin@retriever.is.

Eitt af því sem kom úr nefndarstarfi og námskeiðum vetrarins var að útbúa leiðbeiningarskjal fyrir starfsfólk á veiðiprófum.  Veiðinefnd tók málið til sín og afrakstur er kominn á netið og verður í tösku prófstjóra.  Það má finna þær hér.

Eins eru markskonar upplýsingar á heimasíðu fyrir ræktendur og aðra áhugasama um retriever.