Búið að opna fyrir vinnupróf (WT) 221902

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vinnupróf (WT) 221902 sem haldið verður við Straum í Straumsvík 22.maí n.k.

Dómarar eru skráðir Sigurður Magnússon og Margrét Pétursdóttir.

Prófstjóri Gunnar Örn Arnarson

Þetta er kvöldpróf sem hentar mörgum sem ekki eiga heimangengt um helgar.

Prófstjóri mun kynna nánar tilhögun og tímasetningar sem gætu meðal annars ráðist af fjölda þátttakenda.