Eins og áður hafði komið fram var fyrirhugað að veita Deildarbikarinn (Hólabergsbikarinn) fyrir sameiginlegan árangur á Meistarasýningu HRFÍ sem halda átti 26. september nk. og veiðiprófi 202011 sem verður haldið 27. september. Nú hefur Meistarasýningunni verið frestað til 24. október sökum covid aðstæðna, prófið verður að óbreyttu á sínum tíma. Sjá frétt hér Hólabergsbikarinn verður […]
Category Archives: Fréttir
Síðasta próf ársins verður við Villingavatn sunnudaginn 27.september nk. Dómari verður Sigurmon M. Hreinsson, fulltrúi HRFÍ Margrét Pétursdóttir, prófstjóri Arnar Tryggvason. Sigurmon leysir Hávar af og Margrét leysir Sigurð af. Deildarsýning var fyrirhuguð þann 26. september og var henni breytt í tegundarsýningu og retriever hundar sem íslenskir dómarar eru til fyrir verða dæmdir 26.september. Deildarbikarinn […]
Kæru félagsmenn. Eins og staðan er í dag er orðið ljóst að við munum ekki halda deildarsýningu með hefðbundnu sniði. Það er ekki valkostur að fá Jan-Erik dómara til landsins til að dæma við þær aðstæður sem eru uppi í dag og of óljóst með hvernig ástandið verður og því hefur verið fallið frá því. […]
Opnað hefur verið fyrir skráningu í síðasta próf sumarsins númer 202011 sem haldið verður við Villingavatn 27.september nk. Dómari verður Hávar Sigurjónsson, fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon og prófstjóri Arnar Tryggvason.
Eftir metskráningu í fyrstu 8 próf ársins datt skráning niður í næsta próf sem átti að vera við Blönduós og aðeins 4 hundar skráðir. Prófið var því fellt niður og við komum fílefld til baka í næsta próf sem stefnt er að 26.september.
Eitt af því sem deildin hefur tekið saman undanfarin ár er skor á veiðiprófum. Staðan á veiðiprófum er hér að neðan og endilega hafið samband ef eitthvað er rangt skráð þarna, betur sjá augu en auga og eins er alltaf hætta þegar gögn eru flutt handvirkt yfir í excel. Reglur um stigagjöf má finna inná […]
Í gær lauk 2 daga prófhelgi sem var haldin í Flókadal í Borgarfirði. Dómari var Lars Nordenhof frá Danmörku, fulltrúi HRFÍ Kjartan I. Lorange,prófstjórar Kári Heiðdal og Vilhelm Jónsson. Þátttaka var mjög góð og var prófað í öllum flokkum. Úrslit eru komin innásíðuna. Bestu hundar í flokkum voru: · BFL Ljónshjarta Kjarval með 1. einkunn eigandinÞorsteinn […]
Úrslit eru komin inn frá veiðiprófi dagsins við Bláfinnsvatn. Dómari Lars Nordenhof setti upp krefjandi og skemmtileg próf í öllum flokkum. Svæðið var nokkuð erfitt yfirferðar en aðstæður annars mjög góðar. Bestu hundar í flokkum voru í BFL Skjaldar Emma með 1.einkunn, eigandi Elmar Einarsson, í OFL Heiðarbóls Katla með 2. einkunn, eigandi Guðlaugur Guðmundsson, […]
Næstu veiðipróf númer 202008 og 09 verða haldin við Bláfinnsvatn í Flókadal. Dómari verður Lars Nordenhof frá Danmörku, fulltrúi HRFÍ verður Kjartan I. Lorange, prófstjórar eru Kári Heiðdal og Vilhelm Jónsson. Nafnakall verður kl.9.00 báða dagana og prófað er í öllum flokkum. Skráningar eru góðar, það er þörf á hjálparhundum í OFL og ÚFL-B og […]
Opið er fyrir skráningu á próf 202010 sem haldið verður við Blönduós 5.september n.k. Dómari verður Kjartan I. Lorange, fulltrúi Sigurmon M. Hreinsson og prófstjóri Þorsteinn Hafþórsson.