Frestun á prófi og skráningu

Vegna covid reglugerðar þar sem fjöldatakmörkun er 10 manns hefur verið ákveðið að WT vinnupróf sem halda átti 10.apríl nk. verði í það minnsta frestað um óákveðinn tíma. Ákveðið verður seinna hvort það verður haldið eða fellt niður.

Eins verður frestað að opna fyrir skráningu á veiðipróf 212001 sem er áætlað 24.apríl þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um næstu aðgerðir í sóttvörnum.

Hér má finna reglur um sóttvarnir sem eru í gildi núna https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/03/24/COVID-19-Storhertar-sottvarnaadgerdir-taka-gildi-a-midnaetti-fjoldatakmork-10-manns/