Opið fyrir skráningu á Vinnupróf 222101

Fyrsti formlegi viðburður starfsársins er Vinnupróf (WT) sem verður haldið á Hólmsheiði 10. apríl nk.

Búið er að opna fyrir skráningu og má skrá sig hér

Prófstjóri verður Kári Heiðdal, dómarar Kjartan I. Lorange og Hávar Sigurjónsson.

Skráning er opin til miðnættis 31. mars næst komandi.

Staðsetning verður nánar ákveðin af prófstjóra þegar nær dregur, verður í nágrenni Reykjavíkur, ræðst af aðstæðum og veðri hugsanlega.

Þetta er frábært tækifæri til að byrja vertíðini og er fyrir alla að taka þátt sem hafa þjálfað hundana sína.

Í vinnuprófum er notast við dummy í stað bráðar og prófað er á 5 sjálfstæðum stöðvum í byrjendaflokki BFL, opnum flokki OFL og úrvalsflokki ÚFL.

Hlökkum til að sjá ykkur og hvetjum til skráningar.