Kæru félagar,Í ljósi þeirrar stöðu og tilmæla frá MAST varðandi fuglaflensu tilfelli hefur stjórn Retrieverdeildar og Stjórn HRFÍ samþykkt að notuð verði „dummy“ í næstu prófum í stað fugla og stjórn HRFÍ samþykkt undanþágu frá reglum þar að lútandi. Allavegana meðan þessi óvissa um framgang þessarar pestar er að ræða. Við munum því nota „dummy“ […]
Author Archives: Heiðar J. Sveinsson
Opnað hefur verið fyrir skráningu á 202202 sem verður haldið við Tjarnhóla laugardaginn 14. maí n.k. Dómari verður Jens Magnús Jakobsson, fulltrúi HRFÍ Sigurmon M. Hreinsson og prófstjóri Ævar Valgeirsson. Tjarnhólar eru í nágrenni Reykjavíkur uppá Nesjavallaleið, frábært prófsvæði með góðri aðstöðu til að fylgjast með. Þetta er annað prófið í sumar af 11 b-prófum […]
Næsta laugardag 23.apríl verður haldið veiðipróf við Seltjörn á Reykjanesi. Skráningar eru mjög góðar og að óbreyttu verður prófað í öllum flokkum. Seltjörn er við afleggjarann til Grindavíkur og sést mjög vel hægra megin við vegin stuttu eftir að farið er af Reykjanesbrautinni. Sjá má leiðsögn hér meðfylgjandi. Nafnakall verður kl.9.00 á prófsvæði Nákvæm staðsetning […]
Opnað hefur verið fyrir skráningu á fyrsta próf tímabilsins sem verður haldið við Seltjörn laugardaginn 23. apríl n.k. Dómari verður Kjartan I. Lorange, fulltrúi HRFÍ Halldór G. Björnsson og prófstjóri Heiðar Sveinsson. Það er alltaf spennandi að hefja prófvertíðina og við Seltjörn er fínt prófsvæði sem gefur góða yfirsýn yfir veiðiprófin. Þetta er upphaf af […]
Uppskeruhátíð veiðiprófatímabilsins var haldin í gær og kallast Meistarakeppni Retrieverdeildar. Keppnin fór fram við Sólheimakot og að vanda var keppt í tveimur flokkum, minna vanir (ofl) og meira vanir (úfl) þátttakendur geta skráð sína hunda í þann flokk sem þeir vilja keppa í nema hundar sem hafa tekið þátt í ÚFL-b prófi mega ekki taka […]
16. október verður Meistarakeppnin haldin yfir daginn og er frábær skráning í hana. Um kvöldið kemur retrieverfólk saman í Sólheimakoti og fagnar skemmtilegu próftímabili. Sólheimakot opnar kl.19.00, nánari upplýsingar í auglýsingu.
Að loknu góðu veiðiprófa tímibili er rétt að efna til uppskeruhátíðar. 16.október nk. verður Meistarakeppnin haldin og prófstaður verður í námunda við Sólheimakot. Allar nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi auglýsingu. Hrafnsvíkur labrador gefur verðlaun fyrir efstu 3 sætin í báðum flokkum. Franchi, Final Approach, Veiðihúsið Sakka, Petmark, Eukanuba, Bendir og Camo.is gefa verðlaun í happdrætti. […]
Nú er að baki veiðiprófa tímabil 2021 hjá Retrieverdeildinn. Eins og undanfarin ár höldum við utanum stigaskor þátttakenda. Þátttaka var yfir meðallagi síðustu 12 ára eða 139 skráningar. Mjög margir sem áttu stöðugt og gott tímabil og gaman að sjá alla þessa flottu hunda og stjórnendur koma saman og hafa gaman að því að vinna […]
Síðustu veiðipróf ársins verða 17. og 19. september nk. Dómari verður Boye Rasmussen frá Danmörku, Boy hefur víðtæka reynslu af þjálfun og keppni með retriever hundum og er með alþjóðleg dómararéttindi. Fulltrúi HRFÍ verður Jens Magnús Jakobsson og prófstjóri Arnar Tryggvason. Próf 202110 verður við Draugatjörn föstudaginn 17. september. Próf 202111 verðru við Villingavatn sunnudaginn […]
Nú þegar 8 af 10 prófum hafa verið tekin er þetta staðan á stigunum. Kolkuós Prati er stigahæsti hundurinn í dag með 61,2 stig eigandi Sigurmon M. Hreinsson af 117 hundum sem hafa tekið þátt í ár eru 11 nýliðar. Vinsamlega látið vita ef þið sjáið villur í skjalinu.