Opnað hefur verið fyrir próf 202210 við Draugatjörn 27.ágúst

Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf 202210 sem haldið verður laugardaginn 27. ágúst.

Dómari verður Halldór Björnsson fulltrúi HRFÍ verður Kjartan I. Lorange.

Prófsvæðið við Draugatjörn á Hellisheiði, frábært og fjölbreytt prófsvæði og góð aðkoma.

Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba.

Aukalega verða ein útdráttarverðlaun að prófi loknu sem verða gefin af FA (Final Approach). Dregið verður úr hundum sem tóku prófið og eru á staðnum við próflok.

Starf eins og við höldum úti stendur og fellur með þátttakendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum.

Við vonumst eftir góðri skráningu, vinsamlega verið í sambandi við prófstjóra ef þið getið starfað á prófinu, eins þátttakendur sem geta unnið í öðrum flokkum.

Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com, www.bendir.is og www.fabrand.com