Meistarakeppnin 2022

Flott veiðiprófatímabil að baki, þá er lag að blása til uppskeruhátíðar.

8.október nk. verður Meistarakeppnin haldin og prófstaður verður í námunda við Sólheimakot. Allar nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi auglýsingu.

Hrafnsvíkur labrador gefur verðlaun fyrir efstu 3 sætin í báðum flokkum.

Styrktaraðilar og aðrir velunnarar gefa verðlaun í happdrætti.

Verður gaman að hittast fyrir okkur hundafólk og eiga góðan dag og skemmta okkur.

Að venju verður partý og matur um kvöldið og hvetjum við til að skrá sig í matinn og mæta þeir sem komast ekki um daginn. það fylgir einn miði í matinn með fyrsta hundi sem er skráður á fullu gjaldi.