Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 202205-6

Opnað hefur verið fyrir skráningu á prófin 202205-06 sem haldin verða helgina 25. og 26. júní nk.  

Dómarar verða Sigurmon Hreinsson fyrri daginn og Margrét Pétursdóttir seinni daginn, þau eru svo fulltrúar HRFÍ dagana sem þau eru ekki fyrsti dómari, prófstjóri Fanney Harðardóttir.

Þessi próf verða í Eyjafirði og nákvæm staðsetning kemur fram hjá prófstjóra þegar nær dregur.

Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba.

Aukalega verða aukaverðlaun á seinna prófinu 26.júní veitt af FA (Final Approach) fyrir besta hund í flokki.

Eins og undanfarin ár verður Ljósavíkurbikarinn veittur þeim hundi sem tekur þátt í prófi báða dagana og er stighæstu samkvæmt reglum um Ljósavíkurbikarinn sem er gefinn af Ljósavíkurræktun.  Reglur má sjá hér

Starf eins og við höldum úti stendur og fellur með þátttakendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum.

Við vonumst eftir góðri skráningu, vinsamlega verið í sambandi við prófstjóra ef þið getið starfað á prófinu, eins þátttakendur sem geta unnið í öðrum flokkum.

Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com, www.bendir.is og www.fabrand.com