Stigahæstu hundar á veiðiprófum 2022

Eins og fyrri ár höfum við tekið saman stigaskor á prófum sumarsins.

Elías Elíasson með Kolu eru stigahæsta parið með 69 stig eftir 5 próf og frábært sumar að baki hjá þeim.

Í öðru sæti er Heiðar Sveinsson með OFLW-19 FTW-20 ISFTCH Heiðarbóls Dimmu með 42 stig eftir 3 próf.

Í þriðja sæti er Kolkuós Úrsúla með 27,4 stig eftir 5 próf

Þetta sumar hefur verið mjög skemmtilegt og ágæt þátttaka, 16 hundar hafa mætt í próf sem ekki hafa komið áður og 7 nýliðar komið inní starfið.

Tveir erlendir dómarar dæmdu í ár og voru þær báðar með mjög skemmtilega nálgun sem bætist í reynslubanka þátttakenda og dómara.

Til hamingju öll með hundana ykkar og kærar þakkir fyrir gott sumar.

Starfið kallar alltaf á að sjálfboðaliðar komi að og eins þarf að bregðast við þegar breytingar verða. Dómurum er þakkað liðlegheit í að bregðast við og svo ekki sýst þeim sem hlaupa undir bagga þegar þörf er á. Þeir vita hverjir þeir eru og sendum við þeim kærar þakkir.

Styrktaraðilar eru að venju mikilvægir, Þar er fyrst að telja Petmark með Eukanuba sem gefa verðlaun fyrir besta hund á öll próf, bera kostnað af fari dómar og leggja auk þess til greiðslu til deildarinnar. Bendir hefur í gegnum árin verið sterkur stuðningsaðili og greitt fyrir auglýsingu á heimasíðu. Síðan hefur Veiðihúsið Sakka komið sterkt inn með aukaverðlaun og útdráttarverðlaun frá Final Approach veiðvöruframleiðandanum. Allir þessir aðilar hafa lagt sitt að mörkum svo starfið sé blómlegt og skemmtilegt.

www.eukanuba.com, www.bendir.is og www.fabrand.com

Vinsamlega lesið yfir skortöflu og verið í sambandi ef þið sjáið innsláttarvillur eða hafið spurningar.