Veiðinefnd mun standa að óformlegu veiðiprófi við Straum í Straumsvík 23.mars n.k. kl.10.00 Óformlegt veiðipróf er góður vettvangur til að reyna sína hunda ekki síst fyrir þá sem eru óvanir. Prófað er við aðstæður sem eru sem líkastar aðstæðum í prófi og dómari veitir umsagnir og leiðbeiningar. Ekki er gefin einkun. Boðið verður uppá próf […]
Author Archives: Heiðar J. Sveinsson
Búið er að opna fyrir skráningu á fyrsta próf tímabilsins. það verður vinnupróf (WT) sem haldið verður 30.mars við Silungapoll. Stefnt er að því að prófa í öllum flokkum fáist skráningar. Skráningu lýkur á miðnætti 23.mars. Dómarar eru Jens Magnús Jakobsson, Kjartan I. Lorange og Halldór Bjornsson. Prófstjóri Heiðar Sveinsson, sími 8255219, póstfang heidar@bl.is. Hvet […]
6. og 7. Júlí stendur Retrieverdeild fyrir veiði og vinnunámskeiði. Kennari verður Heidi Kvan frá Noregi og Bjarne Holm verður henni til aðstoðar. Heidi og Bjarne hafa langa reynslu af vinnu með hundum. Bæði hafa þau dómararéttindi og hefur Heidi dæmt tvö próf hér á landi. Heidi starfar við þjálfun og kennslu hunda hjá Meneo […]
Á ársfundi deildarinnar 24.janúar s.l. voru samþykktar tilllögur um breytingar á veiðiprófsreglum. Veiðinefnd, dómarar og stjórn Retrieverdeildar höfðu áður samþykkt og farið yfir umræddar breytingar. Stjórn HRFÍ samþykkti uppfærðar relgur á síðast fundi sínum og eru þær nú komnar uppfærðar inná vef retrieverdeilar hér þessar reglur taka gildi frá og með 1.apríl 2019.
Sjálboðaliðasarf er stór hluti af starfsemi deildar eins og okkar. Eitt af því sem við stólum á er að stjórnun á viðburðum deildarinnar sé í samræmi við vinnureglur og lög deildarinnar. Eitt af lykilhlutverkum er meðal annars að sinna prófstjórn á veiðiprófum og vinnuprófum (WT). Af því tilefni er ákveðið að efna til prófstjóranámskeiðs 2.mars […]
Dagskrá veiði- og vinnuprófa (WT) er komin inná heimasíðu og má sjá hér. Það er óhætt að segja að lagt sé upp með metnaðarfulla dagskrá, 13 veiðipróf og 3 vinnupróf. Eins er prófað nýja hluti, fyrsta tveggja daga prófið með erlendum dómara er haldið í Hvammsvík í Hvalfirði í 11. og 12. maí, dómari Lars Nørgaard frá […]
Á ársfundi síðasta fimmtudag var meðal annars kosin ný stjórn Retrieverdeildar. Þannig háttaði til að óvenjumikil endurnýjun var á stjórn og komu 4 nýir aðilir inní stjórn. Sigrún Guðlaugardóttir var í fyrri stjórn og starfar áfram með nýrri stjórn Sigrún er Labrador eigand og stendur meðal annars að Leynigarðsræktun á Labrador. Sunna Birna Helgadóttir kom […]
Á ársfundi deildarinnar í gærkvöldi voru kynntar reglur um árstitla sem þátttakendur í veiðiprófum geta unnið til. Veiðinefnd og stjórn deildarinnar lögðu þessa tillögu fyrir stjórn HRFÍ og megin tilgangur var að gefa áhugasömum þátttakendum í veiðiprófum í öllum flokkum eitthvað til að stefna að og vonandi hvetja til frekari þáttöku og skemmtunar. Reglurnar eru […]
Uppskeruhátíð / Meistarakeppni fyrir retriever hunda. Næsta Meistarakeppni fyrir retriever hunda verður haldin 13.október 2018 við Sólheimakot, opnað hefur verið fyrir skráningu. Meistarakeppni er ætluð fyrir alla og nafnið kannski rangt í því samhengi. Hér gefst öllum kostur á að mæta með sinn hund, fara í skemmtileg próf þar sem dummy eru notuð og fá […]
Nú er öllum veiðiprófum lokið hjá Retrieverdeild í ár. Stigahæsti hundur á veiðiprófum í ár var ISFTCH Kolkuós Oxana Birta, eigandi Vilhelm Jónsson. Birta hafði mikla yfirburði í ár og áttu þau frábært ár. Alls voru haldin 10 próf, aukning var í skráningum í fyrsta sinn í langan tíma, alls voru 109 þátttakendur sem luku […]