Uppfærðar upplýsingar um ræktun

Gleðilega hátíð kæru félagar.

Ræktunarmarkmið hafa tekið breytingum í takt við nýjar reglur frá Staðla og ræktunarnefnd HRFÍ sem taka gildi 1.mars n.k. og má finna allt um það inná heimasíðu HRFÍ undir reglur.

Eins hefur texti verið uppfærður á heimasíðu í takt við breyttar reglur undir “Deildin/um deildina” og svo líka “Ræktun/Ræktunarmarkmið retrieverdeildar”

Á síðasta ársfundi deildarinnar kom fram ósk um frekari upplýsingar um sjúkdóma í retriever hundum sem hægt væri að skanna fyrir með DNA prófum. Stjórn hefur verið með þetta í vinnslu á árinu og var ákveðið að láta þetta fylgja uppfærðum reglum.

Það er aðeins mismunandi hvað er hægt að prófa eftir tegundum og líklega bætist eitthvað við eins og gengur. Á ofanrituðm síðum má finna link á frekari upplýsingar, þær eru á ensku og er um að ræða link inná viðkomandi sjúkdóm. Hugsanlega setjum við inn þýðingu, samt er líklegt að alltaf verði vísað á erlenda linka þar sem upplýsingar eru vonandi uppfærðar.

Ræktun er ábyrgðarhlutur og mikilvægt að gefa sér góðan tíma til að undirbúa pörun og er ræktendum bent á að kynna sér alla þætti sem best.

Hér er linkur á umræddar upplýsingar

Gangi ykkur öllum vel.