Hátíðarkveðja

Kæra retrieverfólk,

Nú rennur þetta einkennilega ár sitt skeið á næstu dögum.  Það hefur verið krefjandi fyrir okkur öll að takast á við takmarkanir og það sem þessi faraldur hefur boðið uppá.

Þá er gott að eiga góðan hund eða hunda til að geta notið samvista við.

Hundalífið í kringum deildina hefur verið með öðrum hætti þó hefur tekist að halda úti starfi í takti við aðstæður.

Ein sýning á vegum HRFÍ var haldið í byrjun mars og þar tóku þátt 79 labrador, 14 golden, 6 flat coated og 2 toller.

  • Labrador BOB var ISShCh ISJCh RW-18 Hrísnes Ugla II, eigandi Anna Ingvarsdóttir
  • Labrador BOS var ISShCh ISJCh NLM Nátthaga Skorri, eigandi Guðsteinn Eyjólfsson
  • Golden BOB var ISJCh Golden Magnificent Do You Love Me, eigandi Elizabeth Sara Tan Gammon
  • Golden BOS var ISShSh NLM Karvin Salsa´s Secret Story, eigandi Sunna Birna Helgadóttir
  • Flat-Coated BOB var  ISShCh Norðan Heiða Hnjúkaþeyr, eigandi Guðmundur Örn Guðjónsson
  • Flat-Coated BOS var Ryegate´s Calleth You Cometh I, eigandi Fanney Harðardóttir
  • Toller BOB var RW-19 Heimsenda Öngull, eigandi Edward Birkir Dóruson

Þar sem aðeins varð ein sýning ákvað sýningarstjórn að heiðra ekki stigahæstu hunda á sýningum í ár.

Aflýsa varð deildarsýningu þetta árið vegna covid aðstæðna.  Sýningarstjórn hélt engu að síður nokkrar sýningarþjálfanir sem gengu vel og svo var haldið sýningarnámskeið sem gekk mjög vel.

Veiðinefnd stóð fyrir nokkrum hittingum, þeir voru þó færri þar sem allt var lokað fram í maí.  Einu veiðipróf var aflýst vegna covid.  Erlendur dómari komst ekki til landsins til að dæma júlí prófin og tóku íslenskir dómara þau próf að sér. Eitt próf féll niður í byrjun september vegna ónógrar þátttöku. Önnur próf voru mjög vel sótt. Fín nýliðun var í prófum sumarsins.

Sem fyrr þökkum við öllum sem lögðu fram vinnu við veiðiprófa tímabilið fyrir sitt framlag. Stigahæstu hundar sumarsins eru:

  • OFLW-19 FTW-20 ISFTCH Heiðarbóls Dimma með 62,3 stig, eigandi og stjórnandi Heiðar Sveinsson
  • FTW-19 ISFTCH Ljósavíkur Nínó með 55,6 stig, eigandi og stjórnandi Ingólfur Guðmundsson
  • BFLW-19 OFLW-20 Huntingmate Atlas með 46,6 stig, eigendur Heiðar Sveinsson og Hólmfríður Kristjánsdóttir, stjórnandi Heiðar Sveinsson

Við óskum öllum sem tóku þátt í viðburðum ársins til hamingju með sína hunda og árangur.

2020 er afmælisár deildarinnar sem var stofnuð 1980 og var því 40 ára.  Var því áætlun að minna á það allt árið.  Hluti af því verður að bíða betri tíma og vonandi getum við átt frábært ár 2021.

Stjórn HRFÍ hefur samþykkt áætlun um Deildarsýningu og veiðipróf 2021 og verður það kynnt fljótlega á nýju ári.  Aðrir viðburðir verða jafnframt kynntir í upphafi árs eftir því sem upplýsingar berast frá skipuleggjendum.

Það er ljóst að þetta starf er eingöngu framkvæmanlegt fyrir framlag ykkar kæru deildarmeðlimir.  Það verður ekki haldin sýning, veiðipróf eða aðrir viðburðir án ykkar framlags.

Til að hlúa að svona starfi höfum við unnið með mjög öflugum styrktaraðilum undanfarin ár, þar ber helst að nefna okkar stærsta og öflugasta styrktaraðila Petmark umboðsaðila Eukanuba og Acana á Íslandi.  Við þökkum jafnframt Veiðihúsinu Sakka, Bendi og Hyundai fyrir góðan og mikilvægan stuðning.

Okkur er fyrst og fremst þakklæti í huga við þessi tímamót fyrir framlag ykkar allra sem hafið komið að starfinu á liðnu ári, dómarar, fulltrúar, prófstjórar, ritarar, vefstjórn og starfsfólk á öllum þessum viðburðum. Listinn er ekki tæmandi engu að síður sami hugur til ykkar allra.

Stjórn óskar ykkur Gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári, með von um að sjá sem flest ykkar á viðburðum næsta árs.

f.h.  stjórnar Retrieverdeildar HRFÍ

Heiðar Sveinsson Formaður.