Um deildina

Almennar upplýsingar

Retrieverdeild er sameiginleg deild allra retrievertegunda á Íslandi.

Nú eru til fimm tegundir retriever hunda með ættbók HRFÍ:

  • Chesapeake Bay retriever
  • Curly-coated retriever
  • Flat-coated retriever
  • Golden retriever
  • Labrador retriever (gulur, svartur og brúnn)

Deildin er ráðgefandi um paranir, stendur fyrir fyrirlestrum og ýmsum uppákomum fyrir eigendur þessara hunda.

Allar upplýsingar um retrieverhunda og starfsemi deildarinnar eru veittar hjá formanni deildarinnar, sjá Stjórn.

Pörunarbeiðnir skal senda á netfangið: retriever@retriever.is

Pörunarbeiðnir skulu berast ræktunarstjórn a.m.k. tveimur mánuðum fyrir fyrirhugaða pörun (sjá nánar Starfsreglur ræktunardeilda HRFÍ)

Ræktunarstjórn mælir eingöngu með pörunum þar sem þau dýr sem para á:

  • eru mjaðma- og olnbogamynduð og greining sé A eða B (HD/ED FRI).
  • eru augnskoðuð og augnskoðunarvottorð ekki vera eldra en 25 mánaða. Þau beri ekki arfgenga augnsjúkdóma.
  • eru DNA prófuð fyrir PRA og greiningin sé Normal/Clear (N/C) eða eru sannanlega laus við meingenið frá foreldrum, Normal/Clear by parentage (N/C/P) (Á við um Chesapeake Bay retriever, Golden retriever, Labrador retriever og Nova Scotia Duck Tolling retriever). N/C/P er eingöngu tekið gilt yfir eina kynslóð.  Sjá reglur HRFÍ um skráningu í ættbók.
  • hafi tekið þátt a.m.k. einu sinni á sýningu HRFÍ eða hjá öðrum félögum viðurkenndum af FCI og náð a.m.k. Good (2. einkunn í UFL, OFL eða VFL.) og/eða hafi tekið þátt í veiðiprófi hjá Retrieverdeild HRFÍ eða öðrum retrieverklúbbum innan félaga viðurkenndum af FCI og náð a.m.k. 3. einkunn í OFL.

KLIKKIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ NÁNAR UM RÆKTUNARMARKMIÐ

Stefna ræktunarstjórnar er að íslenskir retrieverhundar:

  • séu andlega og líkamlega heilbrigðir
  • séu án erfðagalla
  • uppfylli kröfur um útlit og byggingu
  • uppfylli kröfur um vinnueiginleika kynsins

Kennitala deildarinnar er : 610809 0490 og reikningsnr:  0322-26-010809