Dagskrá 2021

Dagskrá fyrir veiðipróf, deildarsýningu og vinnupróf hefur verið samþykkt og er komin á heimasíðu.

Skemmtilegt ár framundan og sannarlega viðburðir til að hlakka til.

Nefndir munu svo koma inn með sínar dagskrár eins og hægt verður, veiðinefnd með hittinga og sýningarnefnd með sýningarþjálfanir.

Eins og fram kemur er áætlað retriever námskeið með Oliver Kirali, það er að sjálfsögðu háð því hver þróun verður á Covid og skráningar verða auglýstar um leið og hlutir hafa skýrst í þessum málum.