16. október verður Meistarakeppnin haldin yfir daginn og er frábær skráning í hana. Um kvöldið kemur retrieverfólk saman í Sólheimakoti og fagnar skemmtilegu próftímabili. Sólheimakot opnar kl.19.00, nánari upplýsingar í auglýsingu.
Að loknu góðu veiðiprófa tímibili er rétt að efna til uppskeruhátíðar. 16.október nk. verður Meistarakeppnin haldin og prófstaður verður í námunda við Sólheimakot. Allar nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi auglýsingu. Hrafnsvíkur labrador gefur verðlaun fyrir efstu 3 sætin í báðum flokkum. Franchi, Final Approach, Veiðihúsið Sakka, Petmark, Eukanuba, Bendir og Camo.is gefa verðlaun í happdrætti. […]
Nú er að baki veiðiprófa tímabil 2021 hjá Retrieverdeildinn. Eins og undanfarin ár höldum við utanum stigaskor þátttakenda. Þátttaka var yfir meðallagi síðustu 12 ára eða 139 skráningar. Mjög margir sem áttu stöðugt og gott tímabil og gaman að sjá alla þessa flottu hunda og stjórnendur koma saman og hafa gaman að því að vinna […]
Deildarsýning Retrieverdeildarinnar verður haldin laugardaginn 18. september í Reiðhöll Mána að Mánagrund í Keflavík. Sven Slettedal dómari og labrador ræktandi frá Noregi kemur og dæmir. Sven hefur átt Labrador síðan 1967 og ræktar undir ræktunarnafninu Fieldvalley. Hér er hægt að kynna sér Sven og hans ræktun : http://www.fieldvalley.no/sistenytt.php Vegna mikillar skráningar mun Lilja Dóra dæma […]
Síðustu veiðipróf ársins verða 17. og 19. september nk. Dómari verður Boye Rasmussen frá Danmörku, Boy hefur víðtæka reynslu af þjálfun og keppni með retriever hundum og er með alþjóðleg dómararéttindi. Fulltrúi HRFÍ verður Jens Magnús Jakobsson og prófstjóri Arnar Tryggvason. Próf 202110 verður við Draugatjörn föstudaginn 17. september. Próf 202111 verðru við Villingavatn sunnudaginn […]
Nú þegar 8 af 10 prófum hafa verið tekin er þetta staðan á stigunum. Kolkuós Prati er stigahæsti hundurinn í dag með 61,2 stig eigandi Sigurmon M. Hreinsson af 117 hundum sem hafa tekið þátt í ár eru 11 nýliðar. Vinsamlega látið vita ef þið sjáið villur í skjalinu.
Deildarsýningin 2021 verður haldin þann 18. september í reiðhöllinni Mánagrund í Keflavík. Sven Slettedal dómari og labrador ræktandi frá Noregi kemur og dæmir. Það er opið fyrir skráningar! Athugið skráningaferstur er til 23:59 þann 5. september. Boðið verður upp á keppni ungra sýnenda í báðum aldursflokkum, hvolpaflokk frá 3. mánaða aldri, afkvæmahópa, ræktunarhópa og parakeppni. […]
Í dag 7. ágúst var haldið veiðipróf á Murneyrum á Skeiðum. Dómari var Jens Magnús Jakobsson, fulltrúi HRFÍ Halldór Garðar Björnsson og prófstjór Víðir Lárusson. Þórhallur Atlason gekk með sem dómaranemi. Prófað var í öllum flokkum og eru úrslit kominn inná heimasíðu hér Dómari setti upp skemmtileg og krefjandi próf í öllum flokkum og nýtti […]
Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 202109 sem haldið verður við Bláfinns vatn í Flókadal í Borgarfirði 28. ágúst nk. Dómari verður Halldór Garðar Björnsson, fulltrúi HRFÍ Sigurmon Hreinsson og prófstjóri Guðrún Ragnarsdóttir. Að vanda veitir Eukanuba verðlaun fyrir bestu hunda og að auki veitir Veiðihúsið Sakka aukaverðlaun fyrir bestu hunda á þessu prófi […]
Vegna dræmrar skráningar á næstu próf helgina 7. og 8. ágúst nk. hefur verið ákveðið að fella niður sunnudagsprófið 8. ágúst. Prófið 7. ágúst verður haldið við Murneyrar. Skráningarfrestur hefur einnig verið lengdur og er nú opið fyrir skráningu til miðnættis 30.júlí. Eins bendum við á að samkvæmt reglum er alltaf hægt að heyra í […]