Sannkölluð Retrieverhelgi 10.-11. september nk., Retrieverbikarinn veittur stigahæsti hundi á báðum viðburðum samanlagt.

Helgina 10.-11. september nk. verða haldnir tveir viðburðir á vegum Retrieverdeildarinnar, annars vegar veiðipróf á laugardeginum þar sem dómarinn Sigurður Magnússon dæmir próf við Villingavatn, fulltrúi HRFÍ verður Jens Magnús Jakobsson. Villingavatn er í klst akstri frá Reykjavík og er mjög skemmtilegt prófsvæði. Eins og venjuega á þessu prófi veitir Eukanuba verðlaun fyrir besta hund í flokki.

Hins vegar er deildarsýning á sunnudeginum í reiðhöll Mána í Keflavík. Jan-Erik Ek frá Svíþjóð dæmir Labrador Retriever á sýningunni en hann er virkur labrador ræktandi sem hefur dæmt hunda mjög víða. Judit Beke frá Ungverjalandi dæmir Golden Retriever, Flat-coated Retriever og Nova Scotia Duck Tolling Retriever. Síðast en ekki síst, deildin mun bjóða upp á keppni ungra sýnenda á sýningunni þar sem keppendur verða að keppa með retriever hunda, dómari verður auglýstur seinna.

Skráningarfrestur á sýninguna rennur út kl 23.59 sunnudaginn nk., þann 28.08.2022.

Mikil skráning hefur verið á sýningar undanfarið og hafa retrievereigendur verið mjög duglegir að skrá. Á deildarsýningunni er hámarksfjöldi skráðra hunda 150 og því mælum við með að skrá sem fyrst til að missa ekki af plássi þar sem fjöldi hunda á síðustu sýningum HRFÍ hefur farið vel yrir þann fjölda.

Þessa helgi verður Retriever Deildarbikarinn (Hólabergsbikarinn) veittur en skv. reglum er hann veittur þeim hundi sem er stigahæstur samtals úr báðum viðburðum helgarinnar. Sjá reglur hér.

Eins og áður mun deildin standa fyrir sýningarþjálfunum og verða þær tvær í þetta skipti, 28. ágúst og 4. september kl 17-18 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Retrieverdeildin heldur úti sterku starfi sem við getum verið stolt af, við erum með frábæra styrktaraðila og við stöndum okkur vel sem þátttakendur að taka þátt í viðburðum deildarinnar. Sjálfboðaliðar standa sig vel og má gefa þeim gott klapp á bakið sem vinna óeigingjarnt starf fyrir deildina og okkur hin en lengi má ef duga skal og við erum alltaf að leitast eftir að bæta við okkur góðu fólki þar sem margar hendur vinna létt verk, bæði til að hjálpa til á veiðiprófunum og ýmis störf sem við koma sýningunni.  

Styrktaraðilar eru www.eukanuba.comwww.bendir.is og www.fabrand.com