Nýr veiðiprófsdómari

Þórhallur Atlason hefur verið samþykktur af stjórn HRFÍ sem veiðiprófsdómari sækjandi hunda.

Þórhallur óskaði eftir því að hefja dómaranám vorið 2021. Hann lauk verklegum þætti námsins með því að ganga með prófum undanfarin tvö sumur ásamt því að sækja dómaranámskeið í Noregi með öðrum dómaranemum núna í vor. Eftir að hafa lokið lokaprófi og fengið umsögn frá dómararáði og stjórn Retrieverdeildar þá hefur stjórn HRFÍ veitt honum réttindi til þess að dæma veiðipróf sækjandi hunda.

Við óskum Þórhalli innilega til hamingju og bjóðum hann velkominn til starfa!