Í ljósi mikils áhuga á veiðiprófum sumarsins hefur verið ákveðið að bregðast við mikilli þátttöku í veiðiprófi á deildarviðburði með eftirfarandi hætti:
Eins og fram hefur komið er hámark í próf 16 hundar, næstu hundar fara síðan á biðlista.
Opna veiðiæfingin sem vera átti Laugardaginn 16. Febrúar verður færð yfir á Sunnudaginn 17. Febrúar. Við ætlum að halda áfram með markeringar og verðum með dummý sem búið er að setja fuglavængi á og jafnvel fugla líka fyrir þá sem vilja prufa það. Við ætlum að byrja kl 10:30 við afleggjarann að Sólheimakoti. Sjáumst hress.
Skráningar byrja vel á veiðipróf sumarsins. Það er gott að fá þetta svona snemma inn og geta þá skipulagt sig betur yfir sumarið. Það á ekki síst við þar sem í boði eru 3 tjaldferðir á veiðipróf.
Dagskrá 2013 klár, hægt að skrá sig í próf
Önnur opna veiðiæfing deildarinnar verður laugardaginn 2. febrúar kl. 13:00 !
Retrieverdeildin mun standa fyrir prófstjóranámskeiði 16 febrúar n.k. í samvinnu við dómara og veiðinefnd.
Fyrsta taumganga ársins verður um miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 26. janúar kl. 13:00
Á laugardaginn kl.12.00 verður opin æfing á móts við afleggjarnn í Sólheimakot af Nesjavallavegi.
Fimmtudagskvöldið 10. janúar voru stigahæstu hundar deildarinnar í veiðiprófum og á sýningum ársins 2012 heiðraðir.