Category Archives: Fréttir

Fyrsta Vinnupróf (WT)

Í gærkvöldi var fyrsta Vinnupróf fyrir retrieverhunda haldið við Tjarnhóla. Eins og áður hafði verið greint frá var þetta próf bæði alvöru og prufu, þ.e. ekki margir hundar og gefinn tími til að læra af því líka. Prófdómarar voru þrír: Halldór G. Björnsson, Sigurður Magnússon og Sigurmon M. Hreinsson. Prófstjórar voru Jens Magnús Jakobsson og […]

Deildarviðburður Retrieverdeildar 2017

Að venju er vandað til vals á dómurum deildarviðburðar og er sýningadómarinn Olga Teslenko frá Rússlandi sannur Retrieverunnandi og hefur ræktað bæði Labrador og Golden. Hún hefur verið mjög virk í Rússneska Retrieverklúbbnum og sér þar um ýmsa viðburði, fyrir utan að vera sérfræðidómari á Retrievertegundirnar. Þessi sýning verður að venju mjög skemmtileg og munum […]

Veiðipróf 201702 við Tjarnhóla

Flottar skráningar komnar á næsta próf númer 201702 sem haldið verður við Tjarnhóla. Opið verður fyrir skráningu til miðnættis 1.maí n.k. koma svo, fyllum alla flokka 🙂 Prófið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og ef næg þátttaka verður mun það verða haldið tvö kvöld. Þriðjudagskvöldið 9.maí og miðvikudagskvöldið 10.maí. Undanfarin ár hefur prófið […]

Dagur Jónsson veiðprófsdómari er látinn

9. febrúar síðastliðinn lést Dagur Jónsson eftir erfið veikindi. Dagur skipaði stóran sess í starfi Retrieverdeildar á liðnum árum og áratugum. Sat í stjórn deildarinnar frá 2002 til 2008, var virkur í veiðinefnd og tók virkan þátt í nefndarstörfum og öðru er viðkom starfi deildarinnar. Dagur fékk dómararéttindi til að dæma veiðipróf fyrir retrieverhunda 2010. […]

Fyrsta hlýðnipróf Retrieverdeildar á árinu 2017

Úrslit prófsins urðu : Bronsmerkjapróf : Norðurhrafna Bach „Krummi“ (Dverg Schnauzer) með 155.5 stig og hlaut bronsmerki Hlýðni 1 Bjarkar Blásól (Border Terrier) með 164.5 stig, hún fékk 1. einkunn, silfurmerki og varð í 1. sæti Hrísnes Skuggi II (Labrador Retriever) með 134.5 stig, hann fékk 3. einkunn og varð í 2. sæti Dropasteins Amore […]

Heiðrun stigahæstu hunda 2016

Heiðrun stigahæstu retriever hunda á sýningum og veiðiprófum 2016 fer fram laugardaginn 21 janúar n.k. kl.14.00 í húsnæði HRFÍ við Síðumúla 15. Mæting 14.00 Kynning á veiði og vinnu námskeiði sem deildin stendur fyrir í sumar, þjálfari verður Trond Gjotterud. Kynning á dagskrá 2016 eins og hún liggur fyrir Heiðrun stigahæstu hunda Kaffi og spjall […]

ÁRAMÓT

Frábært hundaár að renna sitt skeið. Deildin og félagar hennar stóðu að skemmtilegu ári með fjölbreyttu starfi. Deildarviðburður var hápunktur eins og oft áður, hann var þó aðeins frábrugðinn þar sem ekki var erlendur dómari á veiðiprófinu og í stað tveggja veiðiprófa var eitt á sunnudeginum. Vidar Grundetjern frá Noregi dæmdi sýninguna og var hún […]

Úrslit frá sýningu helgarinnar

Um helgina var haldin alþjóðleg sýning á vegum HRFí í reiðhöllinni í Víðidal. Helstu retriever úrslit. Labrador: 3-6 mánaða BOB Stekkjardals Good Days Of Summer BOS Stekkjardal Sweet Summer Breeze 6-9 mánaða BOB Vetrarstorms Arya Stark Höfðastrandar Leó Fullorðinir: BOB CIE* ISCH RW-16 PICH PIJCH DJCH Dolbia Le Mans og var hann einnig BOG-1 BOS […]