Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf 202304-05

Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf nr. 202304 – 5 sem haldin verða laugardaginn 3 júní við Hringatjarnir við Villingavatn og sunnudaginn 4 júní. maí við Tjarnhóla.

Dómari verður Bjarne Holm frá Noregi,  fulltrúar HRFÍ verða Kjartan I. Lorange á laugardeginum og Margrét Pétursdóttir á sunnudeginum.

Prófstjórar verða Þórhallur Atlason og Heiðar Sveinsson

Prófsvæðið við Hringatjarnir er um 50 km sjá kort.

Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba.

Starfið hefur byrjað mjög vel og góð þátttaka verið á prófum.  Mikilvægt fyrir okkur að hafa öfluga styrktaraðila,  þátttakendur og sjálfboðaliða.

Við vonumst eftir góðri skráningu, vinsamlega verið í sambandi við prófstjóra ef þið getið starfað á prófinu, eins þátttakendur sem geta unnið í öðrum flokkum.

Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com og www.bendir.is

Nesjavallaleið úr Reykjavík á Villingavatn
Leiðin á Tjarnhóla frá Reykjavík, þeir eru á Nesjavallaleið