Nú er að baki veiðiprófa tímabil 2021 hjá Retrieverdeildinn. Eins og undanfarin ár höldum við utanum stigaskor þátttakenda.
Þátttaka var yfir meðallagi síðustu 12 ára eða 139 skráningar. Mjög margir sem áttu stöðugt og gott tímabil og gaman að sjá alla þessa flottu hunda og stjórnendur koma saman og hafa gaman að því að vinna með hundunum.
Stighæsti hundur sumarsins er ISFtCh Kolkuós Prati, stjórnandi og eigandi Sigurmon M. Hreinsson. Prati tók þátt í 5 prófum og skilaði mjög góðum árangri með 61,2 stig.
Næsta verkefni er Meistarakeppnin og þar blásið til uppsafnaðar veislu þar sem hún féll niður í fyrra og væntanlega verður þar um uppskeruhátíð sumarsins að ræða.
Kærar þakkir að vanda til styrktaraðila, Eukanuba á Íslandi, Petmark, Veiðihúsið Sakka, Final Approch og Bendir