Meistarakeppni 2021

Að loknu góðu veiðiprófa tímibili er rétt að efna til uppskeruhátíðar.

16.október nk. verður Meistarakeppnin haldin og prófstaður verður í námunda við Sólheimakot. Allar nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi auglýsingu.

Hrafnsvíkur labrador gefur verðlaun fyrir efstu 3 sætin í báðum flokkum.

Franchi, Final Approach, Veiðihúsið Sakka, Petmark, Eukanuba, Bendir og Camo.is gefa verðlaun í happdrætti.

Verður gaman að hittast fyrir okkur hundafólk og eiga góðan dag og skemmta okkur.

Athugið að auglýsingu hefur verið breytt 29. september. það gleymdist að gera ráð fyrir matargestum sem ekki taka þátt í prófinu. Það er komið inn núna og hvetjum við alla til að mæta á þennan skemmtilega viðburð.

Sá háttur verður á happdrætti að aðalvinningur verður dreginn út úr skráningarnúmerum þátttakenda í prófinu. Matargestir bætast svo í pottinn fyrir aðra vinninga.