Úrslit próf 202107

Í dag 7. ágúst var haldið veiðipróf á Murneyrum á Skeiðum. Dómari var Jens Magnús Jakobsson, fulltrúi HRFÍ Halldór Garðar Björnsson og prófstjór Víðir Lárusson.

Þórhallur Atlason gekk með sem dómaranemi.

Prófað var í öllum flokkum og eru úrslit kominn inná heimasíðu hér

Dómari setti upp skemmtileg og krefjandi próf í öllum flokkum og nýtti vel landgæði á staðnum.

Bestu hundar voru.

BFL Hrafnsvíkur Boris með 1.einkunn, eigandi og stjórnandi Einar Jóhannsson.

OFL Heiðarbóls Skuggi með 3.einkunn, eigandi og stjórnandi Róbert Guðnason

ÚFL-b Kola með 2.einkunn, eigandi og stjórnandi Elías Elíasson.

Kola hlaut einnig Retrieverbikarinn sem besti hundu í ÚFL-b, gefinn af Kolkuós ræktun. Retrieverbikarinn er arftaki Haddabikarsins sem er elsti bikar sem er hægt að hljóta í veiðiprófum Retrieverdeildar.

Aðalstyrktaraðili deildarinnar Eukanuba gaf bestu hundum í öllum flokkum fóðurpoka og aðrir þátttakendur fengu orkudrykk fyrir hundana.

Prófstóri þakkar starfsfólki fyrir frábært framlag svo og þátttakendum, dómurum og öðrum aðstandendum.

Á myndinni eru Þórhallur dómaranemi, Jens Magnús dómari, Einar og Boris, Róbert og Skuggi, Elías og Kola og Víðir prófstjóri.