Deildarsýning Retrieverdeildarinnar 18. september

Deildarsýningin 2021 verður haldin þann 18. september í reiðhöllinni Mánagrund í Keflavík. Sven Slettedal dómari og labrador ræktandi frá Noregi kemur og dæmir. Það er opið fyrir skráningar! Athugið skráningaferstur er til 23:59 þann 5. september.

Boðið verður upp á keppni ungra sýnenda í báðum aldursflokkum, hvolpaflokk frá 3. mánaða aldri, afkvæmahópa, ræktunarhópa og parakeppni.

Skráning fer fram í gegnum hundeweb. Best er að fara inn á hrfi.is og velja skrá á sýningu og velja þar hundeweb og þá kemur sýningin upp.