Próf 202107-8

Vegna dræmrar skráningar á næstu próf helgina 7. og 8. ágúst nk. hefur verið ákveðið að fella niður sunnudagsprófið 8. ágúst. 

Prófið 7. ágúst verður haldið við Murneyrar.

Skráningarfrestur hefur einnig verið lengdur og er nú opið fyrir skráningu til miðnættis 30.júlí.  Eins bendum við á að samkvæmt reglum er alltaf hægt að heyra í prófstjóra hvort hægt sé að bæta við skráningu.

Hvetjum fólk til að skrá sig og taka þátt í þessum skemmtilegu viðburðum.

Retrieverbikarinn verður veittur til besta hund í ÚFL-b

Bendum ykkur sem hafið verið að taka þátt í sumar að huga að skemmtilegum viðbótum eins og „árstitlum“ einhverjir eru nálægt því að titla.  Sjá reglur hér https://www.retriever.is/wp-content/uploads/2019/01/Reglur-fyrir-%C3%A1rstitla-b-vei%C3%B0ipr%C3%B3f-retriever-hunda-sept-2018.pdf

Prófstjórar Heiðar og Víðir